Málþing um skólasókn og skólaforðun

Fjallað verður um skólasókn og skólaforðun á málþingi sem Samband íslenskra sveitarfélaga heldur mánudaginn 20. maí nk. á Grand hóteli í Reykjavík kl. 08:30-12:00 í samstarfi við Velferðarvaktina og Umboðsmann barna. Sjónum verður beint að stöðu þessara vandmeðförnu mála út frá mismunandi sjónarhornum og fjallað um hvaða hlutverki foreldrar, skólar og stjórnvöld gegna sameiginlega og hvert um sig.

Tákn með tali námskeið 3. júní næstkomandi!

Vorum að opna fyrir skráningu á námskeiðið Tákn með tali, grunnnámskeið sem haldið verður 3. júní næstkomandi.

Framtíðin er núna!

Vorráðsstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar verður haldin fimmtudaginn 9. maí og föstudaginn 10. maí á Hilton Reykjavík Nordica. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er Framtíðin er núna, snemmtæk íhlutun barna með þroskafrávik. Um 400 manns hafa skráð sig á vorráðstefnuna og er skráningu nú lokið.

Okkar eiginn Evald hlýtur heiðursverðlaun

Evald Sæmundsen, starfandi rannsóknarstjóri hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð, MA í sálfræði, MSc í taugasálfræði barna og PhD í líf- og læknavísindum hlaut heiðursverðlaun Sálfræðingafélags Íslands en þau voru afhent á Sálfræðiþingi þann 12. apríl síðastliðinn.

Laus pláss á námskeið um ungmenni með einhverfu

Formlegri skráningu er lokið á námskeiðið „Ungmenni með einhverfu og önnur þroskafrávik" sem haldið verður 13. – 14. maí næstkomandi í Gerðubergi. Hinsvegar eru nokkur pláss laus og því hægt að komast að með því að skrá sig á biðlista.

Málþing um skólasókn og skólaforðun

Á málþingi á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga mánudaginn 20. maí nk verður fjallað skólasókn og skólaforðun. Málþingið fer fram á Grand hóteli í Reykjavík þann 20. maí næstkomandi, kl. 08:30-12:00.

Styrkur til rannsóknar á fjölgun tilvísana barna af erlendum uppruna

Félags- og barnamálaráðherra hefur ákveðið að veita Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins styrk að fjárhæð 3.000.000 kr. til vegna rannsóknarinnar „Fjölgun tilvísana á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins vegna barna af erlendum uppruna – Í hverju felst hún og hvað veldur henni?“

Ný skjáviðmið fyrir þrjá aldurshópa

Gefin hafa verið út ný skjáviðmið fyrir þrjá aldurshópa barna og unglinga í daglegu lífi en með skjánotkun er átt við sjónvarp, tölvur og farsíma en þa' eru sjö stofnanir og samtök sem hafa undirbúið og standa að útgáfunni.

Snemmskráningu á ráðstefnu um snemmtæka íhlutun lýkur 23. apríl

Við vekjum athygli á að snemmskráningu fyrir vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafastöðvar lýkur 23. apríl nk., sem er fyrsti virki dagur eftir páska (3. í páskum!) og því um að gera að skoða dagskrána og skrá sig fljótlega.

Mikil aðsókn á Að sjá hið ósýnilega

Óhætt er að segja að kvikmyndin Að sjá hið ósýnilega, sem er heilmildarmynd um konur á einhverfurófi, hafi fengið góðar viðtökur en uppselt er á þrjárá fyrstu sýningar og bætt hefur verið tveimur sýningum til að anna eftirspurn.