Foreldrar sáttari því meiri þátt sem þau taka í þjónustuferli einhverfra barna sinna

Tveir starfsmenn Greiningar- og ráðgjafarstöðvar (GRR), sálfræðingarnir Sigríður Lóa Jónsdóttir og Evald Sæmundsen, eru með meðhöfundar að nýrri grein sem birtist nýlega í Journal of Autism and Developmental Disorders sem nefnist: Early Detection, Diagnosis and Intervention Services for Young Children with Autism Spectrum Disorder in the European Union (ASDEU): Family and Professional Perspectives.

Ritari óskast!

Ritari óskast til starfa á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins til starfa að mestu á sviði langtímaeftirfylgdar, sem sinnir börnum á aldrinum 6-18 ára, með auknar stuðningsþarfir og þörf fyrir sérhæfða ráðgjöf.

Völundarhús sjálfræðis: Fíkni- og geðheilbrigðisvandi fólks með þroskahömlun og einhverfu

Laugardaginn 26. október standa Landssamtökin Þroskahjálp fyrir ráðstefnunni Völundarhús sjálfræðis: Fíkni- og geðheilbrigðisvandi fólks með þroskahömlun og einhverfu á Grand Hotel, kl. 8.45-12.20.

Hjálpartæki – skýrsla starfshóps á vegum heilbrigðisráðuneytis.

Út er komin skýrsla starfshóps á vegum heilbrigðisráðuneytis sem heitir einfaldlega Hjálpartæki – skýrsla starfshóps. Hópurinn leggur til tillögur í sex liðum, m.a. að endurskoða reglugerðir er lúta að hjálpartækjum og skilgreiningu á hugtakinu hjálpartæki í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, einfalda skipulag við afgreiðslu og úthlutun hjálpartækja, endurskoða greiðsluþátttöku vegna hjálpartækja með það að markmiði að draga úr kostnaði notenda svo dæmi séu tekin.

Öflugt starf ADHD samtakanna

ADHD samtökin standa fyrir öflugu námskeiðshaldi og málþingi 1. nóvember undir yfirskriftinni "Þú vinnur með ADHD". Sjá nánari upplýsingar hér um málþingið. Námskeiðin sem standa fyrri dyrum er annars vegar fyrir aðstandendur barna á aldrinum 13-18 ára og hinsvegar fyrir fræðslunámskeið fyrir fullorðna með ADHD.

Þú vinnur með ADHD - Málþing ADHD samtakanna 1. nóvember

ADHD samtökin efna til málþings á Grand Hótel, föstudaginn 1. Nóvember nk. um ADHD og vinnumarkaðinn. Yfirskrift málþingsins er „Þú vinnur með ADHD“. Markmiðið með málþinginu er að varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD á vinnumarkaði.

Taktu stjórnina! Fræðslunámskeið fyrir fullorðna með ADHD

Skráningu er að ljúka á hið sívinsæla námskeið ADHD samtakanna, Taktu stjórnina - fræðslunámskeið fyrir fullorðna með ADHD. Námskeiðið stendur í 10 klukkustundir - fimm skipti, 2 klukkukstundir í senn og það hefst þriðjudaginn 5. nóvember nk. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður - fyrstur kemur, fyrstur fær!

Námskeið fyrir aðstandendur 13-18 ára barna með ADHD

Skráningu er að ljúka á hið sí vinsæla fræðslunámskeið ADHD samtakanna fyrir aðstandendur 13-18 ára barna með ADHD. Námskeiðið verður haldið 9. og 16. nóvember milli 10:00 og 14:00 í Reykjavík, en þátttaka er möguleg í gegnum Facebook um allt land.

Fræðslumynd um CP

CP samtökin hafa látið gera fræðslumynd um CP hreyfihömlun sem var sýnd á RÚV þann 4. október sl. og er aðgengileg á vef RÚV fram að 2. janúar 2020.

Alþjóðlegur vitundarmánuður fólks með ADHD

Október er alþjóðlegur vitundarmánuður fólks með ADHD. Í tilefni af mánuðnum munu ADHD samtökin standa fyrir fjölbreyttum viðburðum og vekja athygli á málefnum fólks með ADHD, en gera má ráð fyrir að hátt í 20.000 Íslendingar séu með ADHD - greint eða ógreint, börn og fullorðnir.