Alþjóðadagur Downs heilkennis

Í dag 21. mars 2013 er alþjóðlegur dagur Downs heilkennis (World Down Syndrome Day), sem ætlað er að endurvarpa röddum einstaklinga sem greinst hafa með Downs heilkenni og stuðla að aukinni þátttöku þeirra í samfélaginu okkar um allan heim. Um er að ræða áttunda skiptið sem þessi dagur er haldinn en hann var upphaflega haldinn að frumkvæði evrópsku og Alþjóðlegu samtakanna (Down Syndrome International).