Háskólanemi hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi lokaverkefni unnið á RGR

Helen Marie Frigge hlaut nýlega viðurkenningu fyrir framúrskarandi lokaverkefni nema í starfsréttindanámi í sálfræði frá Sálfræðifélagi Íslands en hún er um það bil að ljúka klínískri sálfræði við Háskóla Íslands. Verkefnið heitir Exploration of Referral Patterns and Diagnoses in Relation to Native Versus Foreign Background in Children with Suspected Neurodevelopemental Disorders, eða „Tilvísana- og greiningarmynstur meðal barna með grun um taugaþroskaröskun; Samanburður eftir bakgrunni.“ það er unnið undir handleiðslu Urðar Njarðvík, Emilíu Guðmundsdóttur og Evald Sæmundsen en Helen var í starfsnámi á Ráðgjafar- og greiningarstöð.

Opið fyrir skráningu á Vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningastöðvar

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningastöðvar sem haldin verður 11. og 12. maí nk á Hilton Reykjavik Nordica hótelinu. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er Fagmennska og framsækni í þjónustu við börn með fatlanir. Sem fyrr er hægt að skrá sig bæði staðbundið og í streymi en von aðstandenda ráðstefnunnar er að sjá sem flesta í vor.

Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur barna með ADHD frá 6 til 12 ára

Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur barna með ADHD frá 6 til 12 ára fer fram helgarnar 25. mars og 1. apríl. Kennslan fer fram á milli 10:00 og 15:00. Námskeiðið er í húsakynnum ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, 4. hæð en fjarfundarbúnaður er einnig í boði fyrir þá sem ekki geta mætt á staðinn.

Undirbúningur vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar í fullum gangi!

Undirbúningur vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar, sem haldin verður 11. og 12. maí nk. á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu, er nú í fullum gangi. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er Fagmennska og framsækni í þjónustu við börn með fatlanir.

Laus sæti á námskeiðið Skólafólk, ráð og leiðir

Það eru laus sæti á námskeiðið Skólafólk, ráð og leiðir sem haldið verður 20. mars nk. en námskeiðið er ætlað starfsfólki grunn- og framhaldsskóla sem eru með nemendur með frávik í taugaþroska og vilja auka við þekkingu sína. Miðlað verður hagnýtum ráðum, leiðum og verkfærum til að vinna með börnum með frávik í taugaþroska. Farið verður í fyrirbyggjandi aðferðir, hvernig æskileg hegðun er gerð sýnilegri í skólastarfinu og einblínt á jákvæðar aðferðir.