Ný skjáviðmið fyrir þrjá aldurshópa

Gefin hafa verið út ný skjáviðmið fyrir þrjá aldurshópa barna og unglinga í daglegu lífi en með skjánotkun er átt við sjónvarp, tölvur og farsíma en þá eru sjö stofnanir og samtök sem hafa undirbúið og standa að útgáfunni. 
Foreldrar eru hvattir til að vera virkir í umræðu og eftirfylgni um viðmiðin sem ekki eru hugsuð sem töfralausn fyrir öll börn alltaf, heldur einmitt almenn viðmið fyrir flesta.
Líta þarf á þau í heildarsamhengi við það sem barnið/ungmennið er að aðhafast í notkuninni, í samhengi við svefnþörf eftir aldri, ráðlagða hreyfingu á dag, aldurstakmörk efnis, gæði efnis ofl. Viðmiðin fyrir aldurshópana má sjá hér neðar.