Flest námskeið Ráðgjafar- og greiningarstöðvar eru haldin Hilton Reykavík Nordica á Suðurlandsbraut 2. Smærri námskeið eru haldin í Bókasafni Kópavogs, Hamraborg 6a, 200 Kópavogi.

Skráning á námskeið

Skráningu á námskeið lýkur alla jafna viku fyrir fyrsta námskeiðsdag. Ráðgjafar- og greiningarstöð áskilur sér rétt til að fella niður eða fresta námskeiðum ef ekki næst nægur þátttakendafjöldi eða ef ófyrirsjáanlegar aðstæður skapast.

Eingöngu er hægt að ljúka skráningu á námskeið með kortagreiðslu og er bæði tekið við kredit- og debetkortum. Eftir að gengið hefur verið frá skráningu og greiðslu fær þátttakandi kvittun senda í tölvupósti (pdf skjal) sem dugar til endurgreiðslu frá stéttarfélagi. Ef kvittun tapast eða skilar sér ekki má óska eftir henni í netfanginu fraedsla@rgr.is.

Tveimur virkum dögum fyrir byrjun hvers námskeiðs fá þátttakendur upplýsingar um námskeiðin, námsskeiðsgögn, tengla á fjarfundi og þess háttar. Mikilvægt er að skrá rétt netfang og leita í ruslpósti (spam) eða öðrum póstmöppum þar sem tölvupóstur frá Ráðgjafar- og greiningarstöð gæti hafa ratað.

Afskráning og endurgeiðsla

Hægt er að afskrá sig á námskeið skriflega áður en útgefinn skráningarfrestur þess er liðinn með því að senda tölvupóst á fraedsla@rgr.is. Í þeim tilfellum fæst námskeiðsgjald endurgreitt en innheimt er skráningar- og umsýslugjald að upphæð kr. 3.000,-. Möguleiki er á að láta greiðslu námskeiðs ganga upp í næsta námskeið. 

Biðlistaskráning

Ef þátttakandi hefur skráð sig á biðlista verður haft samband með tölvupósti ef pláss á námskeiðinu losnar. Skráning á biðlista þýðir ekki að viðkomandi hafi fengið pláss

Fyrirspurnir

Hafir þú spurningar varðandi skráningar á námskeið eða greiðsluskilmála hafðu þá samband með tölvupósti á fraedsla@rgr.is eða í síma 510 8400.

Uppfært 20. mars 2024