Greiðsluskilmálar námskeið og ráðstefna

Reglur um námskeiðsgjöld

Skráning á námskeið er skuldbindandi og jafngildir samningi um greiðslu á námskeiðsgjaldi. Þátttakandi sem er skráður á námskeið en hættir við þarf að tilkynna forföll skriflega á netfangið fraedsla@greining.is með 10 daga fyrirvara. Ef þátttakandi hefur skráð sig á biðlista verður haft samband við viðkomandi ef pláss á námskeiðinu losnar. Skráning á biðlista þýðir ekki að viðkomandi hafi fengið pláss. 
Sömu reglur gilda um skráningu á árlega Vorráðtefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar.
Lágmarksþátttöku þar á námskeið svo námskeið verði haldið.

Greiðslutilhögun

Skráningu lýkur um það bil 10 dögum fyrir upphaf námskeiðs. Hægt er að ganga frá greiðslu með greiðslukorti við skráningu. Þau sem ekki greiða með korti fá greiðsluseðil í heimabanka tveimur vikum fyrir námskeið. Greiða þarf námskeiðsgjald á eindaga sem er u.þ.b. viku fyrir námskeið.

Forföll og innheimta umsýslu- og skráningargjalds

Nauðsynlegt er að tilkynna forföll eins fljótt og auðið er. Þátttakandi sem er skráður á námskeið en hættir við að sitja það skal tilkynna forföll með skriflegum hætti á netfangið fraedsla@greining.is a.m.k. tveimur vikum fyrir áætlaðan námskeiðsdag eða áður en skráningu lýkur. Ráðgjafar- og greiningarstöð innheimtir umsýslu- og skráningargjald ef tilkynning um forföll berst eftir að skráningarfrestur er liðinn. Umsýslu- og skráningargjald er 1/3 af námskeiðsgjaldi. 

Endurgreiðsla

Ef upp koma veikindi þátttakenda eða barns endurgreiðir Ráðgjafar- og greiningarstöð námskeiðið hvort sem greitt hafi verið með greiðsluseðli eða kreditkorti. Einnig er hægt að láta greiðslu námskeiðs ganga upp í næsta námskeið. Mikilvægt er að tilkynna um forföll vegna veikinda eins fljótt og hægt er. 

Fyrirspurnir

Hafir þú einhverjar spurningar varðandi skráningar á námskeið eða greiðsluskilmála þá endilega hafðu samband við starfsfólk í fræðslu- og kynningarstarfi með tölvupósti á fraedsla@greining.is eða í síma 510 8400.

Ráðgjafar- og greiningarstöð 
kt. 570380-0449
Digranesvegi 5, 200 Kópavogi
sími: 5108400
netfang: fraedsla@rgr.is
www.rgr.is 

Ráðgjafar- og greiningarstöð 
Counselling and Diagnostic Centre
Dalshraun 1b, 2. hæð | 220 Hafnarfjörður
Sími/Tel.: 510 8400 | Kennitala: 570380-0449


Afgreiðsla og skiptiborð er opið frá kl. 8.30 - 12.00 og 12.30 - 15.00 mánudaga til fimmtudaga
og föstudaga fra 8.30 – 13.00.
Reception is open Mon. to Thurs. from 8.30 - 15.00 (closed 12.00 - 12.30) and Fri. from 8.30 - 13.00.

 

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur

Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt

Svæði