Starfsemi RGR liggur að mestu niðri 26. - 30. september vegna fræðsluferðar starfsfólks

Starfsemi Ráðgjafar- og greiningarstöðvar liggur að stórum hluta niðri vikuna 26. - 30. september vegna fræðsluferðar starfsfólks. Svarað verður í síma 510 8400 og hægt er senda fyrirspurnir á netfangið rgr@rgr.is,

Málþing um börn með þroskaröskun af erlendum uppruna á Norðurlöndunum

Þriðjudaginn 27. september næstkomandi stendur Ráðgjafar- og greiningarstöð, í samstarfi við Norrænu menningargáttina og Norrænu velferðarmiðstöðina, fyrir málþingi í Helsinki, Finnlandi sem ber heitið Jöfn tækifæri fyrir börn með þroskaröskun af erlendum uppruna á Norðurlöndum. Á málþinginu deila sérfræðingar frá Norður- og Eystrasaltslöndum þekkingu og reynslu í þessum málum. Meðal annars verður fjallað um hvað má læra af Covid-19 faraldrinum, samþættingu þjónustu og reynslu úr skólakerfinu.

Nýtt námskeið fyrir kennara og annað starfsfólk grunn- og framhaldsskóla

Ráðgjafar- og greiningarstöð vekur athygli á nýju námskeiði sem hentar kennurum sem og öðru skólafólki s.s. námsráðgjöfum, leiðbeinendum, stuðningsfulltrúum og öðru starfsfólki grunn- og framhaldsskóla sem sinnir nemendum með frávik í taugaþroska og vilja auka við þekkingu sína. Námskeiðið, sem kennt verður þann 5. október frá kl. 9.00 - 15.00, er nýtt en byggir á eldra námskeiði sem hét Ráðagóðir kennarar og mörg kannast við. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur þekki og kynnist hagnýtum aðferðum til að auka færni og æskilega hegðun í skólanum og að þátttakendur fái aukið sjálfstraust til að takast á við áskoranir sem tengjast nemendum með flóknar þarfir.

Rafrænt fræðsluefni á þremur tungumálum á vef RGR

Þrjú myndbönd sem kynnt voru á vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar (RGR) í maí sl. eru nú aðgengileg á vef stofnunarinnar sem og annað efni, bæði upptökur og glærur, sem kynnt voru á ráðstefnunni í vor.