Forstöðumaður
Forstöðumaður er yfirmaður stofnunarinnar og ber sem slíkur ábyrgð á faglegum og fjárhagslegum rekstri hennar. Hann er skipaður af velferðarráðherra til fimm ára í senn og starfar samkvæmt erindisbréfi. Ekki er sérstök stjórn yfir Greiningar- og ráðgjafarstöð og heyrir hún beint undir velferðarráðuneytið.
Forstöðumaður fer með stjórn stofnunarinnar, mótar stefnu í störfum hennar og er í fyrirsvari fyrir hana út á við. Hann ber ábyrgð á að rekstur og starfsemi sé í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli. Hann ber meðal annars ábyrgð á úrvinnslu tilvísana, varðveislu gagna, öllu starfi fagsviða, fræðslu og rannsóknum sem unnar eru á stofnuninni sem og faglegri ráðgjöf til samstarfsaðila. Jafnframt annast forstöðumaður ráðningu annarra starfsmanna.
Forstöðumaður er Soffía Lárusdóttir
Staðgengill forstöðumanns er Solveig Sigurðardóttir barnalæknir
Aðalskrifstofa
Meginverksvið aðalskrifstofu eru úrvinnsla á tilvísunum, gæðastarf og skráning auk læknaritunar og skjalavörslu. Aðalskrifstofa sér einnig um móttöku, símavörslu og mötuneyti. Fjármálastjóri er yfirmaður aðalskrifstofu en hann sér jafnframt um allt er lítur að fjármálum. Starfsfólk aðalskrifstofu
Fagsvið yngri barna
Þjónusta við börn á aldrinum 0-6 ára og fjölskyldur þeirra fer fram á fagsviði yngri barna. Sviðinu er skipt í tvær skorir, smábarnaskor (0-3 ára) og leikskólaskor (3-6 ára). Leikskólaskor skiptist síðan upp í sérhæfða ráðgjöf annars vegar og athuganir hins vegar. Starfsfólk fagsviðs yngri barna.
Fagsvið eldri barna
Þjónusta við börn á aldrinum 6–18 ára og fjölskyldur þeirra fer fram á fagsviði eldri barna. Starfsfólk fagsviðs eldri barna
Fagsvið langtímaeftirfylgdar
Sviðið sinnir börnum og unglingum á aldrinum 2-18 ára sem þurfa sérhæfða eftirfylgd og ráðgjöf. Alla jafna er ekki gert ráð fyrir að vísað sé beint inn á fagsvið langtímaeftirfylgdar við fyrstu tilvísun á Greiningar- og ráðgjafarstöð nema þegar um framsækna vöðva- og taugasjúkdóma er að ræða. Sviðinu er skipt í tvær einingar, sérhæfðar móttökur og sérhæfða eftirfylgd. Starfsfólk fagsvið langtímaeftirfylgdar
Fræðslu- og kynningarsvið
Sviðið sinnir verkefnum sem lúta að innra og ytra fræðslu- og kynningarstarfi Greiningar- og ráðgjafarstöðvar þar með talið námskeiðum og árlegri vorráðstefnu. Sviðsstjóri ber ábyrgð á kynningu stofnunarinnar út á við og hefur yfirumsjón með heimasíðu. Starfsfólk fræðslu- og kynningarsviðs
Rannsóknasvið
Sviðið hefur það hlutverk að framfylgja stefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar um þróun rannsóknastarfs. Sviðsstjóri hefur yfirsýn yfir rannsóknir sem stofnunin eða einstakir starfsmenn tengjast, hefur frumkvæði að rannsóknum og veitir ráðgjöf um málefni sem þeim tengjast. Náið samstarf er við rannsóknanefnd Greiningar- og ráðgjafarstöðvar sem hefur eftirlit með því hvernig gögn eru notuð í rannsóknaskyni og er til ráðgjafar um siðferðileg álitamál. Starfsfólk rannsóknasviðs