Fagstéttir á Greiningarstöð

Á Greiningarstöð starfa sérfræðingar úr flestum þeim fagstéttum sem koma að þroskaröskunum og fötlunum barna og metur hver þeirra með viðurkenndum aðferðum þá þætti sem hann hefur sérþekkingu á. Mismunandi er hversu margar eða hvaða fagstéttir koma að greiningu og ráðgjöf hverju sinni, fer það meðal annars eftir aldri barnsins og aðstæðum en einnig eftir því um hvaða þroskaröskun er að ræða. Athuganir og viðtöl fara ýmist fram á Greiningarstöð eða í daglegu umhverfi barnsins það er heima og í skólanum eða hvort tveggja við. Samstarf við fjölskyldu og fagfólk utan stofnunar er ávallt hluti af greiningunni.

Auk þátttöku í þjónustu við börnin og fjölskyldur þeirra, sinna sérfræðingar stofnunarinnar að fræðslustarfi og rannsóknum.

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins

Digranesvegur 5 | 200 Kópavogur
Sími 510 8400 | Fax 510 8401
Kennitala: 570380-0449

Skiptiborð er opið virka daga
frá kl. 8.30-12.00 og 13.00-15.00

Staðsetning

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur

Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt

Svæði