Upptökur frá Vorráðstefnu 2020 komnar á vefinn

Upptökur af fyrirlestrum frá Vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar 10. og 11. september síðastliðinn eru komnar á vefinn okkar.

Mannauðsstjóri óskast!

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (GRR) auglýsir laust til umsóknar starf mannauðsstjóra í afleysingu í eitt ár. Leitað er að einstaklingi með menntun, þekkingu og góða reynslu til að leiða starf stofnunarinnar á sviði mannauðsmála. Mannauðsstjóri leiðir þróun mannauðsmála í samstarfi við forstöðumann og aðra stjórnendur, fylgir eftir stefnu, samningum og verklagi stofnunarinnar.

Nýtt námskeið um kvíða barna á einhverfurófi

Greiningar- og ráðgjafarstöðu hefur hleypt nýju námskeiði af stokkunum, Kvíði barna á einhverfurófi - fræðslunámskeið fyrir foreldra. Námskeiðið er hagnýtt fræðslunámskeið um kvíða þar sem farið er yfir helstu einkenni kvíða hjá ungum börnum á einhverfurófi. Farið verður yfir aðferðir til að draga úr kvíðaeinkennum barna og koma í veg fyrir kvíða síðar á lífsleiðinni.

Ný íslensk bók um dag í lífi drengs með ADHD

Út er komin ný íslensk bók, Elli - dagur í lífi drengs með ADHD á vegum ADHD samtakanna. Bókin er fjörug, ríkulega myndskreytt barnabók, byggð á raunverulegum atburðum í lífi níu ára íslensk drengs sem er með ADHD.