Útvarpsviðtal við sálfræðing Greiningar- og ráðgjafarstöðvar um niðurstöður einhverfurannsóknar

Sálfræðingurinn Sigríður Lóa Jónsdóttir, sem einnig er starfsmaður Greiningar og ráðgjafarstöðvar, var nýlega í spjalli í útvarpsþættinum Samfélagið í nærmýnd á Rás 1 um um niðurstöður viðamikillar Evrópurannsóknar um einhverfu í ungum börnum. Í viðtalinu segir Sigríður nánar frá rannsókninni og aðstæðum einhverfra barna í einkar áhugaverðu spjalli.

Tímamótasamningur um réttindi barna undirritaður

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, undirrituðu nýlega tímamótasamstarfssamning fyrir réttindi barna á Íslandi. Samningurinn er undirritaður í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember næstkomandi.

Heilbrigðisþing 2019: Siðferðileg gildi og forgangsröðun

Heilbrigðisþing 2019 verður haldið undir yfirskriftinni Siðferðileg gildi og forgangsröðun þann 15. nóvember næstkomandi frá kl. 09:00 til 15:45. Markmiðið með þinginu er að skapa vettvang fyrir kynningu og umræður um helstu gildi og siðferðilegar áherslur sem leggja beri til grundvallar við forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu.