RGR lokuð vegna kvennaverkfalls 24. október / RGR closed 24 October due to women´s strike

Ráðgjafar- og greiningarstöð styður jafnréttisbaráttu kvenna og kynsegin fólks. Stofnunin er því lokuð vegna kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október 2023, hvorki síma né erindum er svarað þann dag. Ef erindið er mjög áríðandi má senda tölvupóst á rgr@rgr.is. // Councelling and Diagnostic Centre supports demand for equal rights for women and non binary. The Center is therefore closed 24 October due to Women´s strike. Neither phone calls nor emails will be answered that day. If your matter is very important you can send an email to rgr@rgr.is. 

Námskeiðið Skólafólk, ráð og leiðir haldið 6. nóvember

RGR vekur athygli á lausum sætum á námskeiðinu Skólafólk, ráð og leiðir sem haldið verður þann 6. nóvember nk. frá kl. 9.00 – 15.00 fyrir starfsfólk grunn- og framhaldsskóla sem eru með nemendur með frávik í taugaþroska og vilja auka við þekkingu sína. Námskeiðið verður haldið í Rauða kross salnum í Hafnarfirði, Strandgötu 24.Mikið af hagnýtum ráðum, leiðum og verkfærum eru til og verða kynntar á þessu námskeiði. Farið verður í fyrirbyggjandi aðferðir, hvernig við gerum æskilega hegðun sýnilegri í skólanum og einblínt á jákvæðar aðferðir. Mælt er með að horfa á styrkleika og áhugamál nemenda en auk þess mikilvægt að skoða hvernig við tökumst á við erfiða hegðun í skólaumhverfinu.

Systkinasmiðjur í október fyrir systkini fatlaðra barna og barna með þroskafrávik

Systkinasmiðja fyrir börn á aldrinum 7 - 11 ára verður kennd í húsnæði Ráðgjafar- og greiningarstöðvar um næstu helgi, 21. - 22. október en helgina 28. - 29. október verður Systkinasmiðja fyrir börn á aldrinum 12 - 14 ára. Námskeiðið er ætlað systkinum fatlaðra barna og barna með þroskafrávik. Börnin leysa verkefni með leiðbeinendum, ræða stöðu sína innan fjölskyldunnar, skólans og meðal vina. Einnig ræða þátttakendur hvernig þeir leysa úr erfiðleikum sem verða á vegi þeirra, meðal annars vegna systkina og margt fleira.

Ráðgjafar- og greiningarstöð er lokuð föstudaginn 13. október vegna starfsdags

Ráðgjafar- og greiningarstöð er lokuð föstudaginn 13. október vegna starfsdags starfsfólks.

Norræn samvinna á sviði sjaldgæfra sjúkdóma

Norræn ráðstefna um sjaldgæfa sjúkdóma fór nýlega fram í Stokkólmi en hún er skipulögð af stofnun sem fer með heilbrigðis- og velferðarmál í Svíþjóð, í samráði við norrænan verkefnahóp á sviði sjaldgæfra sjúkdóma (NNRD). Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni var Sjaldgæfir sjúkdómar drífa heilbrigðismál framtíðar áfram (e. Rare diseases are the engine of the healthcare of the future). Ráðgjafar- og greiningarstöð hefur í mörg ár tekið þátt í norrænu samstarfi á sviði sjaldgæfra sjúkdóma. Mörg barna og unglinga sem hafa verið í þjónustu hjá stöðinni, eru með sjaldgæfar ástæður og stundum mjög sjaldgæfar ástæður fyrir fötlun sinni.

Brennur þú fyrir verkefnum tengdum þroskaframvindu barna?

Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf ráðgjafa á Eldri barna sviði. Sviðið veitir þjónustu vegna barna á grunn- og framhaldsskólaaldri. Leitað er að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum þroskaframvindu barna með þverfaglegu teymi starfsfólks stofnunarinnar.