Myndrænt boðskiptakerfi PECS - framhaldsnámskeið

Þann 26. apríl verður framhaldsnámskeið í PECS. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa þekkingu á fyrstu þremur stigunum boðskiptakerfisins.

Evrópudagur talþjálfunar

Þann 6. mars síðast liðinn var Evrópudagur talþjálfunar. Að þessu sinni var hann tileinkaður kyngingar- og fæðuinntökuerfiðleikum. Athöfnin að borða er ekki bara eitthvað sem við gerum til að komast af heldur er hún oft tengd við samveru fjölskyldu og vina og það að njóta lífsins lystisemda.

Framtíðarheimili - ekki búsetuúrræði!

Árlegt málþing Einhverfusamtakanna verður haldið þann 25. mars næst komandi kl. 13:00 - 15:00 í fyrirlestrarsal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8 í Reykjavík. Dagskráin er fjölbreytt og umfjöllunarefnið er mannréttindi og húsnæðismál.

Alþjóðadagur Downs heilkennis er í dag

Í dag er alþjóðadegi Downs heilkennis fagnað um víða veröld. Sameinuðu þjóðirnar tilkynntu árið 2011 að þessi dagur, sá 21. mars skyldi vera alþjóðadagur heilkennisins þar sem markmiðið er að auka vitund í samfélaginu og minnka aðgreiningu.

Skráning hafin á vorráðstefnu 2017

Skráning er hafin á vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins sem haldin verður á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu 11. og 12. maí 2017 undir yfirskriftinni Fötluð börn og ungmenni. Heildræn þjónusta: árangur og áskoranir.

Fræðsla fyrir foreldra fatlaðra barna

Landssamtökin Þroskahjálp og Sjónarhóll – ráðgjafarmiðstöð standa fyrir fimm kvölda fræðslu fyrir foreldra fatlaðra barna á aldrinum 0 - 10 ára. Farið verður yfir þá þjónustu og ráðgjöf sem í boði er og réttindi foreldra og barna þeirra.

Skólamál: Úttekt um menntun án aðgreiningar á Íslandi

Út er komin skýrsla með niðurstöðum úttektar Evrópumiðstöðvar um menntun án aðgreiningar hér á landi. Úttektin nær til leik-, grunn- og framhaldsskólastiga og skoðað er hvernig til hefur tekist með innleiðingu hugmyndafræðinnar um menntun án aðgreiningar.

„World Birth Defects Day“

Í dag, þann 3. mars er „World Birth Defects Day“. Um 3-6% barna um víða veröld fæðast með alvarlegan vanda eða ástand sem hefur alvarleg áhrif á líf, heilsu og þroska barnanna og fjölskyldna þeirra. Markmiðið með deginum er að auka vitund um meðfæddan vanda eins og hryggrauf eða hjartavanda. Tilgangurinn er einnig að skapa fleiri tækifæri til forvarna.

Ráðstefnan „Special Care 2017“

Ráðstefnan „Special Care 2017“ verður haldin í Hörpu dagana 17. - 18. ágúst 2017. Hún er skipulögð af norrænum þverfaglegum hópi sérfræðinga sem hafa sérstakan áhuga á munnheilsu fólks með sérþarfir og erfiðleikum með fæðuinntöku hjá börnum.