Veitt úr styrktarsjóði Greiningar- og ráðgjafarstöðvar

Áttunda júní síðastliðinn voru veittir styrkir úr styrktarsjóði Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins til minningar um Þorstein Helga Ásgeirsson. Sjóðurinn var stofnaður 8. júní 1995 en þann dag hefði Þorsteinn Helgi orðið 5 ára gamall. Hann lést 20. janúar 1995. Frumkvöðlar að stofnun sjóðsins voru móðurbræður Þorsteins Helga, þeir Gunnar, Sveinn og Guðmundur Hanssynir, en foreldrar hans, Magnea Hansdóttir og Ásgeir Þorsteinsson, lögðu sjóðnum einnig til stofnfé. Sjóðurinn aflar fjár með sölu samúðarkorta.

Námskeið haustannar - opið fyrir skráningu á fleiri námskeið

Námskeiðsdagskrá haustannar 2017 er að taka á sig mynd og hefur nú verið opnað fyrir skráningu á námskeiðin „Röskun á einhverfurófi I, grunnnámskeið“, „Kynheilbrigði: Hagnýtar kennsluaðferðir sem nýtast börnum og unglingum með þroskafrávik“ og „Tákn með tali, grunnnámskeið“.

Skráning hafin á námskeiðið AEPS, færnimiðað matskerfi

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu á námskeiðið „AEPS, færnimiðað matskerfi“ sem haldið verður 3. og 4. október 2017.

Námskeið haustannar - opið fyrir skráningu

Námskeiðsdagskrá haustannar 2017 er að taka á sig mynd og höfum við opnað fyrir skráningu á nokkrum námskeiðum. Allar nánari upplýsingar má finna hér.

Glærur frá vorráðstefnu komnar á heimasíðuna

Glærur frá vorráðstefnu 2017 eru komnar á heimasíðu Greiningar- og ráðgjafastöðvar og má nálgast þær hér.

Reiðnámskeið fyrir fatlaða

Vakin er athygli á reiðnámskeiðum fyrir fötluð börn og fullorðna hjá Hestamannafélaginu Herði. Námskeiðin eru alla virka daga frá 14:45 - 15:45 og laugardaga frá 10:30 - 11:30. Hægt er að hafa samband við Fríðu í síma 699 7230

Frábærir hlutir gerast - nýtt myndband um einhverfu

Myndbandið „Amazing Things Happen“ hefur nú verið talsett á íslensku og kallast: Frábærir hlutir gerast. Þetta fræðslumyndband er ætlað til að efla vitund fólks um einhverfu, einkum ungs fólks þannig að í framtíðinni megi stuðla að auknum skilningi og virðingu gagnvart börnum og fullorðnum á einhverfurófi.

Special Care ráðstefna

Dagana 17. - 18. ágúst n.k. verður ráðstefnan Special Care 2017 haldin í Hörpu. Efni ráðstefnunnar er tvíþætt, annars vegar er fjallað um fæðuinntökuerfiðleika hjá börnum og hins vegar um munnheilsu fólks á öllum aldri með sérþarfir.

Könnun: Vilt þú leggja þitt af mörkum til að bæta þjónustu við fullorðið fólk á einhverfurófi á Íslandi og víðar í Evrópu?

Verkefnið „Einhverfa í Evrópu“ (e. Autism Spectrum Disorders in the European Union – skst. ASDEU) er samstarfsverkefni 14 landa þar á meðal Íslands. Þú getur kynnt þér ASDEU verkefnið nánar með því að smella hér. Fjöldi fullorðinna á einhverfurófi sem hefur þörf fyrir ýmis konar stuðning í daglegu lífi er vaxandi. Við vitum ekki nægilega mikið um þá þjónustu og umönnun sem þegar er til staðar fyrir einhverfa né heldur hversu vel nærsamfélag fólks er í stakk búið til að veita þjónustuna hér á landi og víðar.