Íþróttaskóli ÍFR hefst laugardaginn 11. febrúar

Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík býður upp á íþróttaskóla á laugardögum frá kl. 11:00 - 11:50. Lögð er áhersla á þátttöku barna með hreyfihömlun á aldrinum 4-10 ára.

NÝTT! Námskeið í félagsfærni fyrir unglinga og foreldra

PEERS® - Félagsfærniþjálfun er nýtt námskeið sem er ætlað 13-17 ára unglingum sem eru með ADHD, einkenni einhverfu, kvíða, þunglyndi og aðra erfiðleika í félagslegum samskiptum og foreldrum þeirra.

Skráning hafin á námskeið um skimun og frumgreiningu einhverfurófsraskana - CARS2

Höfum opnað fyrir skráningu á námskeiðinu „Skimun og frumgreining einhverfurófsraskana með áherslu á notkun CARS 2“.

Námskeiðið „Ráðagóðir kennarar“ verður 7. febrúar

Námskeiðið er ætlað grunnskólakennurum og öðru starfsfólki í grunnskólum sem tengjast málum nemenda á einhverfurófi. Það byggir á hugmyndafræði hagnýtrar atferlisgreiningar með áherslu á þekktar leiðir til árangurs.

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma - Málþing

Degi sjaldgæfra sjúkdóma er fagnað ár hvert á síðasta degi febrúarmánaðar. Markmiðið er að vekja athygli almennings og stjórnvalda á sjaldgæfum sjúkdómum og áhrifum þeirra á líf einstaklinga.

Málþing um sérúrræði í grunnskólum og nemendur með sérþarfir í Hafnarfirði

Föstudaginn 27. janúar næst komandi verður haldið málþing um sérúrræði í grunnskólum og nemendur með sérþarfir. Málþingið verður í Hásölum (safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju).

Geðheilbrigði skólabarna - hvar liggur ábyrgðin?

Haldinn verður morgunverðarfundur á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 3. febrúar næst komandi. Þetta er þriðji og síðasti fundurinn í röðinni „Skóli fyrir alla.“

TMF Tölvumiðstöð veitir ráðgjöf í notkun tækni

TMF Tölvumiðstöð er til húsa að Háaleitisbraut 13 í Reykjavík og þangað geta foreldrar, fatlað fólk og fagfólk leitað ráðgjafar um +ymis konar tæknilausnir. Sem dæmi má nefna ráðgjöf og leiðsögn við að finna öpp, forrit og búnað sem gagnast börnum í námi, leik og þjálfun.

Nýtt og spennandi námskeið á vorönn!

Við kynnum til sögunnar nýtt og spennandi námskeið á vorönn - „Ungmenni með einhverfu og önnur þroskafrávik".