Dagskrá vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar liggur fyrir

Dagskrá vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar liggur nú fyrir en ráðstefnan verður haldin 11. - 12. maí 2023. Ráðstefnan stendur yfir í einn og hálfan dag, en henni lýkur á hádegi föstudaginn 12. maí. Yfirskrift hennar að þessu sinni er: Fagmennska og framsækni í þjónustu við börn með fatlanir.

Við leitum að Ráðgjafa í snemmtækri íhlutun!

Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf ráðgjafa í snemmtækri íhlutun á Yngri barna sviði. Á sviðinu er veitt þjónusta við ung börn og börn á leikskólaaldri og fjölskyldur þeirra. Leitað er að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum fjölskyldum fatlaðra barna með þverfaglegu teymi starfsfólks stofnunarinnar.

Laus sæti á námskeiðið Ungmenni með einhverfu og önnur þroskafrávik

Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laus sæti á námskeiðið Ungmenni með einhverfu og önnur þroskafrávik sem haldið verður 27. apríl nk. frá kl. 9.00 – 16.00 í fyrirlestrarsal DeCode í Reykjavík. Námskeiðið er ætlað foreldrum, aðstandendum og starfsfólki sem sinnir umönnun, ráðgjöf, þjálfun og kennslu ungmenna með einhverfu og önnur þroskafrávik frá 13 ára aldri.