Börn með hreyfihömlun - bæklingur

Á uppvaxtarárum sínum verja börn stórum hluta dagsins í skólanum og gegnir hann veigamiklu hlutverki í að búa börn undir virka þátttöku í samfélaginu á fullorðinsárum. Í skólastarfinu er meðal annars ætlast til að barnið sýni færni í að vinna sjálfstætt, taki sjálfstæðar ákvarðanir og taki ábyrgð á eigin hegðun. Eftir því sem ofar dregur í skólakerfinu verða vinirnir mikilvægari og áhrif foreldra óbein. 

Hlutverk grunnskóla er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda í samvinnu við heimilin. Í skólastarfi skal leggja grunn að frumkvæði og sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra. Nemendur grunnskóla eiga rétt á kennslu við hæfi í hvetjandi námsumhverfi í húsnæði sem tekur mið af þörfum þeirra og almennri vellíðan. Nemendur eiga rétt á því að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi námsumhverfi, fyrirkomulag skólastarfs, námstilhögun og aðrar ákvarðanir er snerta þá. Í aðalnámsskrá segir að markmið náms og kennslu og starfshættir grunnskóla skulu vera þannig að komið sé í veg fyrir mismunun vegna uppruna, kyns, kynhneigðar, búsetu, stéttar, trúarbragða, heilsufars, fötlunar eða stöðu að öðru leyti. Auk þess skal skólastarfið taka mið af persónugerð, þroska, hæfileikum, getu og áhugasviðum hvers og eins.

Hér má skoða fræðslubækling sem fjallar um nemendur með hreyfihömlun í grunnskóla og þætti sem skipta máli. Höfundar eru Björk Steingrímsdóttir og Þórunn R. Þórarinsdóttir, iðjuþjálfar á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.

Baeklingur-um-hreyfihomlun_2012_Page_01

Ráðgjafar- og greiningarstöð 
Counselling and Diagnostic Centre
Dalshraun 1b, 2. hæð | 220 Hafnarfjörður
Sími/Tel.: 510 8400 | Kennitala: 570380-0449


Afgreiðsla og skiptiborð er opið frá kl. 8.30 - 12.00 og 12.30 - 15.00 mánudaga til fimmtudaga
og föstudaga fra 8.30 – 13.00.
Reception is open Mon. to Thurs. from 8.30 - 15.00 (closed 12.00 - 12.30) and Fri. from 8.30 - 13.00.

 

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur

Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt

Svæði