Nýtt og vottað PEERS félagsfærninámskeið í haust

Endurmenntun HÍ býður upp á vottað PEERS félagsfærninámskeið í haust, sem ber heitið „Skóla-PEERS námskeið fyrir leiðbeinendur og annað fagfólk". Um að ræða þriggja daga námskeið fyrir kennara og annað fagfólk í grunn- og framhaldsskólum. Þátttakendur öðlast réttindi til að halda námskeið í félagsfærni fyrir börn og unglinga með ýmsar greiningar, s.s. ADHD, einvherfu, kvíða, þunglyndi og aðra félagslega erfiðleika.

Námskeið á haustönn - CARS-2-ST

Vorum að opna fyrir skráningu á námskeiðinu Skimun og frumgreining einhverfurófsraskana með áherslu á notkun CARS-2-ST.

Fræðslubæklingur um persónuvernd barna

Út er komin fræðslubæklingur um persónuvernd barna á vegum Persónuverndar og er hann ætlaður bæði fyrir þau sem vinna með upplýsingarnar og einnig fyrir börnin og ungmennin sjálf. Þar kemur m.a. fram að ef vinna eigi með persónuupplýsingar um barn þarf að veita fræðslu um tiltekin atriði. Slíka fræðslu geti þurft að veita bæði foreldrum og eftir atvikum barninu sjálfu, hafi það aldur og þroska til að skilja hana.

Námskeið á haustönn - opið fyrir skráningar

Opnað hefur verið fyrir skráningu á námskeiðin Kynheilbrigði: Hagnýtar kennsluaðferðir sem nýtast börnum og unglingum með þroskafrávik og Tákn með tali, grunnnámskeið.

Íþrótta- og ævintýrabúðir í fyrsta sinn fyrir fötluð börn

Íþrótta- og ævintýrabúðir Íþróttasambands fatlaðra verða nú haldnar í fyrsta sinn í tilefni af 40 ára afmæli sambandsins á Laugarvatni. Búðirnar verða fyrir börn fædd á árunum 2005-2009 með áherslu á margskonar íþróttagreinar s.s. sund, frjálsar og boltagreinar.

Námskeiðið Atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik á haustönn

Opnað hefur verið fyrir skráningu á námskeiðið Atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik sem haldið verður 19. og 20. september næstkomandi.

Niðurstöður úttektar á þjónustu við fatlað fólk í Hveragerðisbæ

Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar (GEF) hefur unnið úttekt á þjónustu við fatlað fólk í Hveragerðisbæ og liggja niðurstöður nú fyrir. Í úttektinni var m.a. kannað hvernig þjónustu við fatlað fólk í Hveragerðisbæ hafi verið og er háttað og hvort sveitarfélagið hafi farið að réttum stjórnsýslureglum við undirbúning ákvarðana varðandi þjónustu við fatlað fólk og framkvæmd hennar.

Glærur af vorráðstefnu tiltækar

Glærur fyrirlesara frá vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins 9. og 10. maí sl. eru nú tiltækar á vef stöðvarinnar. Fyrirlestrar ráðstefnunnar voru afar fjölbreyttir og komu fyrirlesarar úr röðum fag- og fræðifólks og úr stjórnsýslunni en einnig stigu foreldrar á stokk og deildu sinni reynslu. Upptökur af fyrirlestrunum verða birtar á vefnum síðar í sumar.

Raddir fatlaðra barna

Umboðsmaður barna hefur gefið út skýrslu með niðurstöðum sérfræðihóps fatlaðra barna og unglinga. Þar koma fram ábendingar hópsins um það sem betur má fara í málefnum þessa hóps. Þær snúa meðal annars að aðgengi, ferðaþjónustu, upplýsingagjöf, tómstundastarfi, fordómum, virðingu í samskiptum, einelti og ofbeldi og er nánar lýst í skýrslunni. Tvö börn úr hópnum afhentu Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra skýrsluna fyrr í mánuðinum.

Mikill áhugi á vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar

Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar var haldin 9. og 10. maí sl. undir yfirskriftinni Framtíðin er núna! Snemmtæk íhlutun barna með þroskafrávik. Tæplega 400 manns voru skráðir til leiks og því fullt út úr dyrum og mikill áhuga erindum fyrirlesara sem komu úr hópi fagfólks og foreldra en einnig úr stjórnsýslunni.