Þátttaka Ráðgjafar- og greiningarstöðvar í Evrópuverkefnum

Ráðgjafar- og greiningarstöð tekur þátt í þremur Evrópuverkefnum á vegum Evrópusambandsins. Þau eru 1. Autism Spectrum Disorders in the Europian Union,  2. Surveilance of CP in Europe og 3. Teach CVI

Autism Spectrum Disorders in the Europian Union (ASDEU)

Ráðgjafar- og greiningarstöð tekur þátt í samstarfi 14 landa í verkefni á vegum Evrópusambandsins sem nefnist „Einhverfa í Evrópu.“ Verkefnið er til þriggja ára og tilgangur þess er að þróa tillögur sem endurspegla gagnreynda þekkingu á einhverfu og réttindabaráttu samtaka fatlaðra í Evrópu í takt við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Áhersla er á að afla sem og miðla upplýsingum um algengi einhverfu, snemmtæka greiningu og íhlutun auk þess að skilgreina þarfir og þjónustu sem varða umönnun, meðferð og stuðningsúrræði fyrir fólk á einhverfurófi allt æviskeiðið.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér Einhverfa í Evrópu

Surveillance of CP in Europe (SCPE)

Ráðgjafar- og greiningarstöð tekur þátt í samstarfi á vegum Evrópusambandsins sem kallast „Surveillance of CP in Europe“ (SCPE). Hlutverk þess er meðal annars að stuðla að útbreiðslu þekkingar á CP hreyfihömluninni, samræma skráningu á færni og þroska barna með CP og fylgjast með breytingum á tíðni og einkennum fötlunarinnar. Einnig er stuðlað að bættri þjónustu fyrir þennan hóp barna. Þær þjóðir sem taka þátt í verkefninu senda upplýsingar um faraldsfræði CP í heimalandi sínu í sameiginlegan gagnagrunnn og hafa margar vísindagreinar verið unnar úr þessum efnivið.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér CP í Evrópu

 

Teach CVI

Ráðgjafar- og greiningarstöð tekur þátt í verkefni um heilatengda sjónskerðingu sem styrkt er af Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlun Evrópusambandsins til þriggja ára (2015-2017). Verkefnið er samvinnuverkefni sjö stofnana í fimm Evrópulöndum en sérfræðingar á Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga stýra því.  Verkefnið miðar að samstarfi fagfólks með sérþekkingu á heilatengdri sjónskerðingu og þróun fræðslu- og kennsluefnis um röskunina ásamt þróun matstækja.

Sjá nánar á vefsíðu verkefnisins, smellið hér    

Evrópuverkefnið Teach CVI

 

 

 

Ráðgjafar- og greiningarstöð 
Counselling and Diagnostic Centre
Dalshraun 1b, 2. hæð | 220 Hafnarfjörður
Sími/Tel.: 510 8400 | Kennitala: 570380-0449


Afgreiðsla og skiptiborð er opið frá kl. 8.30 - 12.00 og 12.30 - 15.00 mánudaga til fimmtudaga
og föstudaga fra 8.30 – 13.00.
Reception is open Mon. to Thurs. from 8.30 - 15.00 (closed 12.00 - 12.30) and Fri. from 8.30 - 13.00.

 

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur

Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt

Svæði