Námskeiðsdagskrá vorannar 2018

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu á flestum námskeiðunum okkar sem verða á vorönn 2018.

Ráðstefna: Að skilja vilja og vilja skilja - glærur og upptökur

Nú eru upptökur og glærur af fyrirlestrunum á ráðstefnunni „Að skilja vilja og vilja skilja“ sem haldin var á dögunum aðgengilegar á netinu.

Opið hús í Arnarskóla

Arnarskóli er skólaþjónusta fyrir börn með þroskafrávik sem býður upp á heildstæða þjónustu alla virka daga ársins.

Skipulögð kennsla á vorönn 2018, opið fyrir skáningu

Nú höfum við opnað fyrir skráningu á námskeiðið „Skipulögð kennsla“ sem haldið verður 12. - 14. mars 2018.

Klókir krakkar - námskeið hefst 6. febrúar 2018.

Námskeiðið „Klókir krakkar“ fyrir börn á einhverfurófinu og foreldra þeirra hefst þriðjudaginn 6. febrúar 2018. Námskeiðið er ætlað börnum með greiningu á einhverfurófinu á aldrinum 11-13 ára (fædd 2004-2007) og foreldrum þeirra. ATHUGIÐ BREYTTAR DAGSETNINGAR!

Námskeið vorannar 2018

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu á nokkur námskeið á vorönn 2018. Þessi námskeið eru: Röskun á einhverfurófi, grunnnámskeið; Atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik; Ráðagóðir kennarar og AEPS, færnimiðað matskerfi.

Lokaskýrsla Evrópumiðstöðvar um menntun fyrir alla á íslensku

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið út íslenska þýðingu á skýrslu um niðurstöður úttektar á menntun án aðgreiningar á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi á Íslandi sem fram fór frá nóvember 2015 til ársbyrjunar 2017. Skýrslan var unnin af Evrópumiðstöð um nám án aðgreiningar og sérþarfir.

Ráðstefna: Að skilja vilja og vilja skilja

Vakin er athygli á þessari ráðstefnu sem haldin verður föstudaginn 24. nóvember á Hótel Natura í Reykjavík. Fjallað verður um það hvernig hægt er að styðja fólk sem notar óhefðbundnar tjáskiptaleiðir við að fara með sjálfræði sitt. Ráðstefnan er á vegum réttindavaktar velferðarráðuneytisins og haldin í samvinnu við Öryrkjabandalag Íslands, Landssamtökin Þroskahjálp, Samband íslenskra sveitarfélaga og Háskóla Íslands.

Þjóðarspegillinn 2017

Vakin er athygli á ráðstefnunni Þjóðarspeglinum, en hún fjallar um rannsóknir í félagsvísindum og verður haldin í Háskóla Íslands föstudaginn 3. nóvember næst komandi.