Sálfræðingur óskast til starfa - framlengdur umsóknarfrestur

Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf sálfræðings á Eldri barna sviði. Á sviðinu er veitt þjónusta við börn á grunn- og framhaldsskólaaldri og fjölskyldur þeirra. Helstu verkefni og ábyrgð eru greining, ráðgjöf og eftirfylgd til fjölskyldna og fagfólks vegna barna með alvarlegar raskanir í taugaþroska, vinna í þverfaglegum teymum innan og utan stofnunar, m.a. varðandi greiningu, ráðgjöf og eftirfylgd, þátttaka í fræðslustarfi innan og utan stofnunar sem og þátttaka í rannsóknarstarfi.

Tilkynning til tilvísenda

Ráðgjafar- og greiningarstöð vekur athygli á að nú er hægt að senda tilvísanir og fylgigögn til stofnunarinnar rafrænt í gegnum gátt. Þessi leið er bæði örugg og fljótleg. Tilvísendur fylla út eyðublaðið og vista það hjá í möppu ásamt þeim gögnum sem eiga að fylgja tilvísuninni. Mappan skal svo send eftir leiðbeiningum á tilvísunarblaðinu.

Laus sæti á Einhverfurófið - grunnnámskeið 2. júní

Það eru laus sæti á námskeiðið Einhverfuófið - grunnnámskeið sem haldið verður 2. júní nk. Námskeiðið er eitt hið vinsælasta sem haldið er af Ráðgjafar- og greiningarstöð og hentar aðstandendum og starfsfólki sem sinna umönnun, þjálfun og kennslu barna með einhverfu, Aspergers heilkenni og aðrar raskanir á einhverfurófi.

Vorráðstefna RGR - myndir

Vel heppnaðri Vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar, sem haldin var á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavik lauk fyrir síðustu helgi. Um 450 manns voru skráð til leiks, þar af tóku um 100 manns um allt land þátt í streymi. Á ráðstefnunni var fjallað um virkni og velferð barna með fatlanir. Í meðfylgjandi frétt má sjá nokkrar svipmyndir frá ráðstefnunni.

Vorráðstefna Ráðgjafar- og greiningarstöðvar er sett!

Fyrsta vorráðstefna Ráðgjafar- og greiningarstöðvar, sem byggir á áratuga gamalli hefð Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, var sett í morgun 12. maí. Metfjöldi þátttakenda hefur skráð sig og eflaust mörg spennt að mæta á ráðstefnu eftir Covid faraldurinn, enda er maður manns gaman. Um það bil 450 hafa skráð sig til leiks en ekki komast allir af bæ og því taka um 100 manns þátt í streymi.

Enn eru laus sæti á Vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar

Enn eru laus sæti á Vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar (RGR) en skráningar hafa gengið vonum framar. Þau sem skrá sig í dag og á morgun, 10. og 11. maí fara á biðlista en komast þó að. Haft verður samband við alla skráða þátttakendur á biðlista. Sem fyrr verður fjallað um mörg ólík málefni sem snúa að fötluðum börnum og börnum með þroskaraskanir og því má fagfólk, sem og aðstandendur og háskólanemar í fræðunum, búast við upplýsandi dagskrá þann eina og hálfa dag sem ráðstefnan stendur.

Það styttist í Vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar!

Það styttist í Vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar en ráðstefnan verður haldin á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík þann 12. og 13. maí nk. Skráningar ganga vel og stefnir í metmætingu eftir fundabann faraldursins. Vonast aðstandendur ráðstefnunnar og fyrirlesarar til þess að fagfólk, sem sinnir fræðslu og umönnun barna með þroskaröskun og/eða fötlun, sem og aðstandendur og háskólanemar í fræðunum, muni hittast, fræðast og gleðjast saman á ráðstefnunni. Boðið verður upp á streymi fyrir þau sem ekki eiga heimangengt.

Læknir óskast til starfa

Ráðgjafar- og greiningarstöð leitar að öflugum lækni til starfa sem hefur brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum fjölskyldum fatlaðra barna með þverfaglegu teymi starfsfólks stofnunarinnar. Barnalæknar auk unglækna sem eru í sérfræðinámi í barnalækningum eða á leið í slíkt nám eru sérstaklega hvattir til að sækja um.