Þjónustustofnanir

Félagsmálaráðuneytið fer með yfirstjórn málefna fatlaðs fólks samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.  Ráðherra ber ábyrgð á opinberri stefnumótun í málaflokknum sem skal gerð í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, hagsmunasamtök fatlaðs fólks og aðildarfélög þeirra. 

Reynist þörf fatlaðs einstaklings fyrir þjónustu eða þörf fyrir stuðning meiri eða sérhæfðari en svo að henni verði fullnægt innan almennrar þjónustu skal veita viðbótarþjónustu samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þjónustan kemur þá til viðbótar þeirri þjónustu sem veitt er á grundvelli annarra laga en ekki í stað hennar. Að jafnaði skal einstaklingur nýta sér almenna þjónustu, allt að 15 klukkustundum á viku, sbr. 26. og 27. gr. laga um félagsþjónustu  sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum.

Sveitarfélög bera ábyrgð á skipulagi og framkvæmd þjónustu við fatlað fólk, þ.m.t. gæðum þjónustunnar, hvort sem hún er veitt af hálfu starfsmanna sveitarfélags eða af einkaaðilum samkvæmt samningi þar um, sbr. 7. gr. laganna.  Enn fremur skulu sveitarfélögin hafa innra eftirlit með framkvæmd þjónustunnar, þar á meðal með framkvæmd samninga sem sveitarfélögin gera við þjónustu- eða rekstraraðila um þjónustuna, sbr. 7. gr. laganna.

Sjá nánari upplýsingar hér. 

Þjónusta sveitarfélaga við fatlað fólk er með ólíkum hætti hérlendis enda sveitarfélögin ólík innbyrðis að stærð og gerð. Hér neðar er tengill á vefsíður stærri sveitarfélaga landsins þar sem sagt er frá þjónustu þeirra við fólk með fötlun og upplýsingar um aðstoð til aðstandenda fatlaðra og langveikra barna. Fyrir íbúa í minni sveitarfélögum landsins er fólki bent á að hafa samband við sitt sveitarfélag og fá upplýsingar.

Hér má sjá yfirlit yfir öll sveitarfélög á landinu. 

Hér neðar er tengill á vefsíður stærri sveitarfélaga hérlendis sem sinna þjónustu við fatlað fólk: 

Þjónustumiðstöðvar í Reykjavík sinna málefnum fatlaðs fólks: 

Hér má sjá yfirlitskort yfir skiptingu hverfa í Reykjavík.

Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða

Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis

Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, Miðgarður

Þjónustumiðstöð Breiðholts

Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts

Hér má smá yfirlit um þjónstu við fólk með fötlun í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu

Þjónusta fyrir fatlað fólk í Garðabæ

Þjónusta við fatlað fólk í Kópavogi

Þjónusta við fatlað fólk í Hafnarfirði

Þjónusta við fatlað fólk í Garðabæ

Þjónusta við fatlað fólk í Mosfellsbæ

Þjónusta við fatlað fólk á Seltjarnarnesi

Hér má sjá yfirlit um þjónstu við fólk með fötlun í stærri sveitarfélögum landsins: 

Þjónusta við fatlað fólk í Borgarbyggð

Þjónusta við fatlað fólk í Vesturbyggð

Þjónusta við fatlað fólk  í Ísafjarðarbæ

Þjónusta við fatlað fólk í Skagafirði 

Þjónusta við fatlað fólk í Dalvíkurbyggð

Þjónusta við fatlað fólk á Akureyri

Þjónusta við fatlað fólk í Norðurþingi

Þjónusta við fatlað fólk í Fjarðarbyggð

Þjónusta við fatlað fólk á Fljótsdalshéraði

Þjónusta við fatlað fólk í Hornafirði

Þjónusta við fatlað fólk í Árborg

Þjónusta við fatlað fólk í Vestmannaeyjum

Ef þitt sveitarfélag er ekki á listanum hér ofar má hafa samband við skrifstofu til að kanna hvernig meðferð mála fólks með fötlun er. Listi yfir öll sveitarfélag á landinu er hér. 

 

Ráðgjafar- og greiningarstöð 
Counselling and Diagnostic Centre
Dalshraun 1b, 2. hæð | 220 Hafnarfjörður
Sími/Tel.: 510 8400 | Kennitala: 570380-0449


Afgreiðsla og skiptiborð er opið frá kl. 8.30 - 12.00 og 12.30 - 15.00 mánudaga til fimmtudaga
og föstudaga fra 8.30 – 13.00.
Reception is open Mon. to Thurs. from 8.30 - 15.00 (closed 12.00 - 12.30) and Fri. from 8.30 - 13.00.

 

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur

Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt

Svæði