Körfubolti fyrir alla!

Að æfa körfubolta gefur börnum tækifæri að vinna í styrk, jafnvægi og samhæfingu, ásamt því að læra samskipti og að vera hluti af liði en Haukar bjóða upp körfuboltaæfingar fyrir börn með sérþarfir á aldrinum 6 til 14 ára.

Dagskrá námskeiða GRR á haustönn 2021 liggur fyrir!

Dagskrá námskeiða GRR á haustönn liggur nú fyrir. Sem fyrr geta bæði fagaðilar og aðstandendur barna með þroskaröskun og fötlun valið úr fjölda námskeiða til að mæta börnunum betur á vegferð þeirra.

Ráðstefna á vegum félagsmálaráðuneytis um farsæld barna 2. - 3. sept. nk.

Félagsmálaráðuneytið boðar til ráðstefnu um farsæld barna dagana 2. – 3. september 2021. Á ráðstefnunni er ætlunin að stíga næstu skref í þeirri vinnu sem staðið hefur yfir undanfarin ár um breytingar í þágu barna.

Greiningar- og ráðgjafarstöð hefur opnað á ný eftir sumarfrí

Greiningar- og ráðgjafarstöð hefur opnað á ný eftir sumarfrí, í dag þriðjudaginn 3. ágúst. Í ljósi stöðunnar vegna aukinna Covid-19 smita í samfélaginu er athygli er vakin á því að gestum ber skylda að til að mæta með grímu, virða sóttvarnir og eins metra reglu.