Ný skýrsla á vegum starfshóps Karin Dom í Búlgaríu

Nýlega kom út skýrsla á vegum starfshóps Karin Dom í Búlgaríu um um samstarfsverkefni Karin Dom stofnunarinnar og Greiningar- og ráðgjafarstöðvar en verkefnið hófst með formlegum hætti í janúar 2020. Karin Dom er sjálfseignarstofnun í borginni Varna sem þjónar fötluðum börnum og aðstandendum þeirra með sérstaka áherslu á menntun án aðgreiningar.

Ný grein sem byggir á skimunarrannsókn um einhverfu

Tveir sérfræðingar um einhverfu sem starfa á Greiningar- og ráðgjafarstöð, þau Sigríður Lóa Jónsdóttir og Evald Sæmundsen, birtu nýlega grein í Journal of Autism and Developmental Disorders sem byggir á skimunarrannsókn þeirra. Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Sigríðar Lóu sem ber heitir Að bera kennsl á einhverfu snemma en greinin ber heitið; Validation of the Modified Checklist for Autism in Toddlers, Revised with Follow‑up in a Population Sample of 30‑Month‑Old Children in Iceland: A Prospective Approach.

Nýtt systkinasmiðjunámskeið í ágúst

Nýtt námskeið á vegum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar; Systkinasmiðjan, verður haldið um næstu helgi. Ljóst er að mikil þörf er á námskeiði af þessu tagi því það fylltist nánast samdægurs og því hefur verið bætt við nýju námskeiði 21. - 22. ágúst nk.

Talmeinafræðingur óskast

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins auglýsir laust til umsóknar starf talmeinafræðings á Eldri barna sviði. Á sviðinu er veitt þjónusta við börn á grunn- og framhaldsskólaaldri og fjölskyldur þeirra.

Ráðgjafar- og greiningarstöð verður til!

Starfsfólk Greiningar- og ráðgjafarstöð fagnaði því í gær í að Alþingi samþykkti nýlega endurskoðuð lög um stofnunina sem taka gildi 1. janúar 2022. Við þau tímamót breytist nafni hennar í Ráðgjafar- og greiningarstöð og þar með meira lagt upp úr ráðgjafarhlutverki stofnunarinnar en einnig er skerpt á tilgangi hennar.

Systkinasmiðjan á Greiningar- og ráðgjafarstöð

Nýtt námskeið á vegum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar, Systkinasmiðjan verður haldið helgina 26. og 27. júní nk. Systkinasmiðjan á Greiningar og ráðgjafarstöð er fyrir krakka á aldrinum 8 - 14 ára sem eiga það sameiginlegt að eiga systkini með fötlun.