Rannsóknir og samstarf við háskóla

Rannsóknir og samstarf við háskóla gegnir því hlutverki að framfylgja stefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar um þróun rannsóknarstarfs á stofnuninni. Starfsfólk Rannsókna og samstarfs við háskóla hefur meðal annars það hlutverk að hvetja og styðja þá sem hafa áhuga á að stunda rannsóknir er tengjast viðfangsefnum Ráðgjafar- og greiningarstöðvar. Rannsóknarstjóri hefur yfirsýn yfir þær rannsóknir sem stofnunin eða einstakir starfsmenn tengjast, hefur frumkvæði að rannsóknum og veitir ráðgjöf um málefni þeim tengdum. Rannsóknir og samstarf við háskóla starfar náið með rannsóknarnefnd Ráðgjafar- og greiningarstöðvar sem fylgist með hvernig gögn sem verða til á stofnuninni eru notuð í rannsóknarskyni og er til ráðgjafar um siðferðileg álitamál.

Í 4. gr. laga um Ráðgjafar- og greiningarstöð er gert ráð fyrir fræðilegum rannsóknum samanber: „Þróun, rannsókn og dreifingu á aðferðum og gögnum til greiningar á fötlunum og þroskaröskunum og á mismunandi meðferðaraðferðum. Fræðilegar rannsóknir á sviði áunninna og meðfæddra fatlana og þroskaraskana og þátttöku í alþjóðastarfi, m.a. á sviði fátíðra fatlana“. Í þessu felst meðal annars rannsóknir á greiningar- og matstækjum, rannsóknir á gæðum og árangri þjónustu, snemmtæk íhlutun, erfðafræði, faraldsfræði fatlana, rannsóknir á málefnum fjölskyldunnar og rannsóknir þar sem lagt er mat á þátttöku og lífsgæði einstaklinga með fötlun. 

Ráðgjafar- og greiningarstöð er í rannsóknarsamstarfi við innlendar og erlendar stofnanir og félög. Af stofnunum hér á landi má nefna Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Háskólann í Reykjavík, Barnaspítala Hringsins, Íslenska erfðagreiningu og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda. Af erlendu samstarfi má nefna verkefni á vegum Evrópusambandsins auk Norðurlandasamstarfs (sjá einnig birtar rannsóknir).

Starfsfólk RGR eða samstarfsaðilar þeirra geta mögulega haft samband við forelda um þátttöku í rannsóknum. Foreldrum er frjálst að samþykkja eða hafna þátttöku án þess að það hafi nokkur áhrif á þjónustuna sem fjölskyldan fær á GRR.

Starfsfólk Rannsókna og samstarfs við háskóla 

 

Ráðgjafar- og greiningarstöð 
Counselling and Diagnostic Centre
Dalshraun 1b, 2. hæð | 220 Hafnarfjörður
Sími/Tel.: 510 8400 | Kennitala: 570380-0449


Afgreiðsla og skiptiborð er opið frá kl. 8.30 - 12.00 og 12.30 - 15.00 mánudaga til fimmtudaga
og föstudaga fra 8.30 – 13.00.
Reception is open Mon. to Thurs. from 8.30 - 15.00 (closed 12.00 - 12.30) and Fri. from 8.30 - 13.00.

 

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur

Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt

Svæði