Að sjá hið ósýnilega

Á morgun, 2. apríl á alþjóðlegum degi einhverfu, verður forsýnd heimildarmyndin Að sjá hið ósýnilega um konur á einhverfurófi, líf þeirra og reynslu. Stúlkur fá oft greiningu seint og það hefur neikvæð áhrif á heilsu, líðan og lífsgæði og fjallar myndin um sýn og upplifun kvennanna.

Dagskrá Vorráðstefnu 2019

Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins verður haldin 9. og 10. maí undir yfirskriftinni Framtíðin er núna! Snemmtæk íhlutun barna með þroskafrávik.

Ráðstefna um fæðinntökuerfiðleika hjá börnum

Frestur til að senda inn ágrip fyrir ráðstefnu um um fæðinntökuerfiðleika hjá börnum í Helsinki í Finnlandi hefur verið framlengdur til 31. mars nk. en ráðstefnan verður haldinn þann 29. – 30. ágúst nk.

Action Duchenne samtökin senda út fyrirlestra á netinu

Bresku Action Duchenne samtökin, sem vinna ötullega að því að styrkja og stuðla að rannsóknum um Duchenne vöðvarýrnunarsjúkdóminn, munu á næstu vikum senda út vikulega fyrirlestra á netinu til fagfólks og annarra áhugasamra um sjúkdóminn.

Ráðstefna um stöðu og þarfir fatlaðra barna með innflytjendabakgrunn

Landssamtökin Þroskahjálp standa fyrir ráðstefnu á Grand hótel í Reykjavík 2. maí nk. kl. 13.00 – 16.30 um stöðu og þarfir fatlaðra barna með innflytjendabakgrunn og þjónustu við þau.

Fögnum margbreytileikanum!

Í dag er Alþjóðlegi Downs-dagurinn en Sameinuðu þjóðirnar lýstu því formlega yfir árið 2011 að 21. mars væri alþjóðadagur Downs-heilkennis með það að markmiði að auka vitund og minnka aðgreiningu.

Vel heppnað Ungmennaþing ÖBÍ

Ungmennaþing ÖBÍ var haldið í fyrsta skipti nýlega sl. en fjöldi ungmenna sótti þingið og fór yfir ýmis verkefni og áskoranir. Aðstandendur jafn sem þátttakendur voru sammála um að vel hafi tekist til en stjórnvöldum verða færðar niðurstöður þingsins. ÖBÍ stefnir að því að þingið verði árlegur viðburður.

Ráðstefna um geðheilbrigði barna 28. mars 2019

Norræn ráðstefna um geðheilbrigði barna verður haldin á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 28. mars næstkomandi.