Kynning á þróun námsefnis um kynheilbrigði fyrir ungmenni með frávik í þroska

Síðastliðin tvö ár hafa María Jónsdóttir félagsráðgjafi og Thelma Rún van Erven sálfræðingur, sem eru báðar starfsmenn Ráðgjafar- og greiningarstöðvar, tekið þátt í Erasmus samstarfsverkefni fyrir hönd stofnunarinnar. Verkefnið kallast HEDY (Health Education for Disabled Youth) og var markmið þess að styðja við þróun námsefnis í tengslum við kynheilbrigði fyrir börn og unglinga með frávik í þroska.

Við leitum að iðjuþjálfa!

Hefur þú brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum fjölskyldum fatlaðra barna með þverfaglegu teymi starfsfólks Ráðgjafar- og greiningarstöðvar? Auglýst er laust til umsóknar starf iðjuþjálfa á sviði Langtímaeftirfylgdar. Langtímaeftirfylgd sinnir fötluðum börnum og unglingum sem ætla má að þurfi sérhæfða þjónustu til lengri tíma. Þjónusta sviðsins er þverfagleg og tekur mið af þörfum barna og fjölskyldna þeirra. Byggt er á ráðgjafar- og teymisvinnu með áherslu á fjölskyldumiðaða þjónustu.