Hreyfihamlanir

Megineinkenni hreyfihamlana er seinkaður og afbrigðilegur hreyfiþroski. Í sumum tilfellum greinist fötlunin strax við fæðingu, t.d. hryggrauf, en oftar koma einkenni fram smám saman og ákveðin greining fæst ekki fyrr en töluvert seinna. Um það bil 5 börn af hverjum 1000 eru hreyfihömluð. Orsök meðfæddrar hreyfihömlunar er oft að finna í miðtaugakerfi, þ.e. heila eða mænu, en einnig getur sjúkdómurinn legið í taugum, tauga- og vöðvamótum eða vöðvunum sjálfum.

Oft fylgja víðtæk frávik í þroska og hegðun og því er þverfagleg greining mikilvæg til að kortleggja sem nákvæmast þarfir barnsins. Nauðsynlegt er að fylgja hreyfihömluðum börnum eftir öll uppvaxtarárin því eftir því sem þau vaxa og þroskast getur færnin breyst og þar með ýmsar þarfir þeirra




Ráðgjafar- og greiningarstöð 
Counselling and Diagnostic Centre
Dalshraun 1b, 2. hæð | 220 Hafnarfjörður
Sími/Tel.: 510 8400 | Kennitala: 570380-0449


Afgreiðsla og skiptiborð er opið frá kl. 8.30 - 12.00 og 12.30 - 15.00 mánudaga til fimmtudaga
og föstudaga fra 8.30 – 13.00.
Reception is open Mon. to Thurs. from 8.30 - 15.00 (closed 12.00 - 12.30) and Fri. from 8.30 - 13.00.

 

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur

Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt

Svæði