Ábendingar um ýmis önnur námskeið sem berast Ráðgjafar- og greiningarstöð

Athugið að listinn er ekki tæmandi. Ráðgjafar- og greiningarstöð ber ekki ábyrgð á þeim námskeiðum sem hér eru auglýst.

Námskeiði um atferlisíhlutun haldið á Akureyri aflýst vegna ónógrar þátttöku

Dagana 4. og 5. febrúar verður haldið námskeið um atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik í samstarfi við Símenntun Háskólans á Akureyri. Námskeiðið er frá 09:00 - 16:00 báða dagana, alls 16 kennslustundir.

Vorráðstefna 2019 - takið dagana frá!

Hin árlega Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica 9. og 10. maí 2019. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er: Framtíðin er núna! Snemmtæk íhlutun barna með þroskafrávik. Takið dagana frá, nánari upplýsingar koma mjög fljótlega.

Erum við að leita að þér?

Við viljum bæta fleiri sérfræðingum í hópinn! Auglýstar hafa verið þrjár lausar stöður á stofnuninni.

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma - málþing 28. febrúar 2019

Alþjóðlegur dagur um sjaldgæfa sjúkdóma er 28. febrúar. Einstök börn og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins standa fyrir málþingi í tilefni dagsins á Grand Hótel Reykjavík kl. 13:00 - 16:00. Allir velkomnir, þátttaka ókeypis.

PECS myndrænt boðskiptakerfi grunnnámskeið

Dagana 12. og 13. febrúar verður haldið námskeið í PECS (Picture Exchange Communication System) sem er myndrænt boðskiptakerfi og óhefðbundin tjáskiptaleið. PECS er þróað af Frost og Bondy (1994) fyrir börn með einhverfu þar sem áherslan er á að þjálfa frumkvæði í samskiptum.

Þekkir þú til fatlaðs barns á aldrinum 10-18 ára?

Vakin er athygli á rannsókn á lífsgæðum og þátttöku fatlaðra barna sem unnin er í samstarfi Háskóla Íslands og Greiningar- og ráðgjafarstöðvar auk fleiri aðila. Markmiðið er meðal annars að fá fram sjónarmið barna og unglinga sem búa við skerðingar af einhverju tagi en reynslan sýnir að það er sjaldan leitað eftir viðhorfum þeirra í rannsóknum.

Skipulögð kennsla á vorönn - opið fyrir skráningu

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu á námskeiðið Skipulögð kennsla sem haldið verður 25. - 27. mars næstkomandi.