Frumvarpsdrög kynnt í málefnum barna

Töluverðar breytingar eru á döfinni í málefnum barna og fjölskyldna hérlendis en félags- og barnamálaráðherra hefur sett þrjú frumvörp sem varða málefni barna í samráðsgátt stjórnvalda. Þau hafa jafnframt farið í gegnum mikið samráð á fyrri stigum og fengið umfjöllun fjölmargra annarra aðila á vettvangi ríkis, sveitarfélaga og frjálsra félagasamtaka.

Námskeið haustannar - opið fyrir skráningu

Námskeiðsdagskrá haustannar er að taka á sig góða mynd. Opnað hefur verið fyrir skráningu á eftirtalin námskeið:

Myndbönd um starfsemi Greiningar- og ráðgjafarstöðvar

Greiningar- og ráðgjafarstöð tók þátt í samstarfi með sjónvarpsstöðinni Hringbraut þar sem stjórnandi þáttanna Skrefinu lengra spjallaði við fjóra starfsmenn stöðvarinnar um starfsemina, áskoranir sem mæta bæði fjölskyldum skjólstæðinga og fagfólki, greiningarferlið, fræðslustarfið og fleira.

Samstarfssamningur um mótun landshlutateymis í málefnum fatlaðra barna á Suðurlandi

Nýr samstarfssamningur um mótun landshlutateymis á Suðurlandi hefur verið undirritaður. Um er að ræða tveggja ára þróunarverkefni í samræmi við Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017 – 2021 sem miðar að því að styrkja grunnþjónustu í héraði. Aðilar að samningnum eru Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Fjölskyldusvið Árborgar, Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu og Velferðar- og skólaþjónusta Árnesþings.

Skilaboð til foreldra vegna athugana á Greiningar- og ráðgjafarstöð á tímum Covid-19

Enn gengur allt vel við að hefta útbreiðslu COVID 19 faraldursins hér á landi en mikilvægt er þó að fara áfram varlega. Til að draga úr smithættu eru eftirfarandi tilmæli sett fram: • Að foreldrar og barn/ungmenni mæti á boðuðum tíma

Nýr vefur umboðsmanns barna

Nýr vefur umboðsmanns barna er kominn í loftið. Nýjum vef er ætlað að bæta aðgengi barna að embættinu með einfaldari leiðum til að senda fyrirspurnir og nálgast svör við algengum spurningum frá börnum.