Alþjóðlegi Spina Bifida dagurinn og fræðsla á Rúv

Alþjóðlegi Spina Bifida (hryggrauf/klofinn hryggur) dagurinn var 25. október sl. og af því tilefni var sýnd fræðslumynd á RÚV um Spina Bifida sem heitir hryggrauf eða klofinn hryggur.

Orkuboltar og íþróttir - málþing ADHD Samtakanna 29. okt. nk.

Málþingið Orkuboltar og íþróttir sem er á vegum ADHD samtakanna verður haldið 29. okt. nk. Markmiðið með málþinginu er að varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD í íþrótta- og tómstundastarfi

Alþjóðlegur dagur málþroskaröskunar er í dag

Í dag, föstudaginn 15.október, er alþjóðlegur dagur málþroskaröskunar DLD (Developmental Language Disorder). Málþroskaröskun DLD er taugaþroskaröskun líkt og ADHD og einhverfa og lýsir sér þannig að einstaklingur fylgir ekki aldursbundnum viðmiðum í málþroska t.d. hvað varðar orðaforða, málskilning, félagslega málnoktun og málfræði.

Greiningar- og ráðgjafarstöð leitar að sjúkraþjálfara

Ertu sjúkraþjálfari með brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum fjölskyldum fatlaðra barna með þverfaglegu teymi starfsfólks Greiningar- og ráðgjafarstöðvar? Auglýst er laust til umsóknar starf sjúkraþjálfara á Yngri barna sviði. Á sviðinu er veitt þjónusta við ung börn og börn á leikskólaaldri og fjölskyldur þeirra. Viðkomandi mun einnig vinna verkefni á sviði Langtímaeftirfylgdar en þar er veitt þjónusta við börn og unglinga að 18 ára aldri, sem þurfa sérhæfða eftirfylgd og ráðgjöf, og fjölskyldur þeirra.

Talmeinafræðingur óskast!

Ertu talmeninafræðingur með brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum fjölskyldum fatlaðra barna með þverfaglegu teymi starfsfólks Greiningar- og ráðgjafarstöðvar? Auglýst er laust til umsóknar starf talmeinafræðings á sviði Langtímaeftirfylgdar. Á sviðinu er veitt þjónusta við börn og unglinga að 18 ára aldri, sem þurfa sérhæfða eftirfylgd og ráðgjöf.

Laust pláss á BAYLEY-III þroskaprófið 5. október nk.

Greiningar- og ráðgjafarstöð vekur athygli á því að það eru laus pláss á námskeiðið BAYLEY-III þroskaprófið (09121) 5. október nk. Námskeiðið er fyrir sálfræðinga sem vinna við frumgreiningar á ungum börnum, t.d. hjá sveitarfélögum og í heilsugæslu.