Nýtt nám í hagnýtri atferlisgreiningu

Boðið verður upp á framhaldsnám í hagnýtri atferlisgreiningu í Háskóla Íslands frá og með haustinu 2020. Með þessu er verið að bregðast við ákalli um að fjölga sérfræðingum í samfélaginu sem hafa þekkingu á árangursríkum vinnubrögðum og geta skapað jákvæðar og hvetjandi námsaðstæður fyrir fjölbreyttan hóp barna.

Laust starf iðjuþjálfa hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð

Langtímaeftirfylgd Greiningar- og ráðgjafarstöðvar óskar eftir öflugum liðsmanni í þverfaglegt teymi sviðsins. Starfshlutfall er 80-100% og æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Langtímaeftirfylgd sinnir fötluðum börnum og unglingum sem ætla má að þurfi sérhæfða þjónustu til lengri tíma.

Greiningar- og ráðgjafarstöð lokuð meðan rauð viðvörun er í gildi.

Mjög djúp lægð gengur yfir landið fyrri hluta dagsins i dag, föstudaginn 14. febrúar og rauð viðvörun í gildi á stórum hluta landsins. Greiningar- og ráðgjafarstöð lokuð meðan rauð viðvörun er í gildi.