Samkvæmt lögum um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins nr. 83/2003 ber stofnuninni að halda skrá yfir alla þá sem njóta þjónustu hennar, meðal annars í þeim tilgangi að nýta gögnin til vísindarannsókna. Til þess að sækja um gögn skal fylla út í umsóknareyðublað (smellið hér) og senda ásamt þeim fylgiskjölum sem við eiga og tilgreind eru á umsóknareyðublaðinu í tölvupósti á rannsoknir@greining.is eða í bréfpósti til stofnunarinnar. Ef um er að ræða nemaverkefni skal leiðbeinandi, sem ábyrgðarmaður rannsóknar, undirrita umsóknina. Greiningar- og ráðgjafarstöð áskilur sér rétt til að innheimta útlagðan kostnað vegna úrvinnslu og/eða afhendingar gagna.
Rannsóknarnefnd starfandi á Greiningar- og ráðgjafarstöð fer yfir allar umsóknir um gögn og metur hvort rannsóknaráætlun samræmist áherslum og markmiðum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar og uppfylli siðferðilegar og aðferðafræðilegar kröfur. Þegar gögn sem hafa orðið til í starfsemi stofnunarinnar eru nýtt í rannsóknarskyni er meginreglan sú að sérfræðingar hennar séu samstarfsaðilar. Nefndin hittist að öllu jöfnu einu sinni í mánuði eða eftir þörfum.
Nánari upplýsingar veita nefndarmenn:
Marrit Meintema
Emilía Guðmundsdóttir
Ingibjörg Bjarnadóttir
Sigurrós Jóhannsdóttir
Sjá upplýsingar hér um starfsfólk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar