Kynþroskaárin og Kynheilbrigði I - skráning hafin.

Höfum opnað fyrir skráningu á námskeiðunum Kynþroskaárin og Kynheilbrigði I.

Þátttaka barna í stefnumótun og ákvörðunum

Á liðnu ári var undirritað samkomulag um aukið samstarf í málefnum barna. Með samkomulaginu tók embætti umboðsmanns barna að sér að móta tillögur um breytt verklag um þátttöku barna sem settar eru fram í skýrslu sem skilað var til ráðuneytisins.

Klókir krakkar – fyrir börn á einhverfurófinu og foreldra þeirra

Námskeiðið Klókir krakkar verður haldið á haustönn 2020 frá 2. september til 9. desember (eftirfylgd) en námskeiðinu er ætlað 11-13 ára börnum (fæddum 2007-2009) sem eru með greiningu á einhverfurófinu og foreldrum þeirra.

Lokaúthlutun úr Styrktarsjóði Þorsteins Helga Ásgeirssonar

Mánudaginn 8. júní voru veittir styrkir úr Styrktarsjóði Greiningar- og ráðgjafarstöðvar til minningar um Þorstein Helga Ásgeirsson í síðasta sinn. Sjóðurinn var stofnaður 8. júní 1995, þegar hann hefði orðið 5 ára gamall. Markmið sjóðsins þennan aldarfjórðung hefur verið að stuðla að aukinni þekkingu á þroskaröskunum og fötlunum barna með því að styrkja fagfólk til framhaldsmenntunar og rannsóknarstarfa og hefur starfsfólk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar haft forgang að styrkjunum.

Umönnunargreiðsla vegna fatlaðra og langveikra barna samþykkt

Breytingar á reglugerð um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna hefur verið undirrituð. Breytingar á reglugerð um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna. Er um að ræða aðgerð sem er hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19, sem er ætlað að veita mótvægi vegna þeirra áhrifa sem faraldurinn hefur á viðkvæma hópa í samfélaginu.