Dagskrá námskeiða á haustönn 2023 liggur fyrir

Dagskrá námskeiða Ráðgjafar- og greiningarstöðvar á haustönn liggur nú fyrir. Sem fyrr kennir margra grasa í námskeiðsflórunni og eru námskeiðin kennd bæði staðbundið og í fjarkennslu. Kennd verða námskeið sem hafa verið lengi á dagskrá eins og Einhverfurófið - grunnámskeið, Atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik, AEPS - færnimiðað matskerfi, Skipulögð kennsla, Tákn með tali og mörg fleiri. Námskeið RGR henta fagfólki sem vinnur með fötluðum börnum og börnum með þroskafrávik og aðstandendum. Á dagskránni er einnig að finna nýrri námskeið eins og Náttúruleg kennsla, Skólafólk, ráð og leiðir, Systkinasmiðjan og fleiri.