Vorráðstefna Greiningarstöðvar 2016 - skráningarfrestur framlengdur

Skráning á vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðar ríkisins sem haldin verður á Grand Hótel Reykjavík 12. og 13. maí næst komandi er í fullum gangi þessa dagana og skráningarfrestur hefur verið framlengdur til hádegis föstudaginn 6. maí.

Hvað gerist þegar fólk nær 18 ára aldri?

Landssamtökin Þroskahjálp standa fyrir fræðslukvöldum í samvinnu við Velferðarráðuneytið um þær breytingar sem verða í lífi fatlaðra við það að komast á fullorðinsár.

Lausnaþing um málefni barna sem passa ekki í „kassann“

Það hefur lengi verið vitað að þegar börn með einhvers konar sérstöðu passa ekki í „kassann“ á kerfið erfitt með takast á við það. Nýútkomin skýrsla ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga, annað og þriðja þjónustustig, staðfesti það sem fagfólk og aðstandendur hafa lengi vitað. Kerfið er ekki alltaf að virka rétt. Börn eru allt of lengi á biðlistum og á meðan gerist oft lítið eða ekkert í þeirra málum, þroska þeirra og námi.