Ráðstefna um SIS matskerfin - skráning hafin!

Þann 30. júní verður ráðstefna um Mat á stuðningsþörf barna og fullorðinna „Supports Intensity Scale®“ (SIS-C og SIS-A) á Grand Hótel Reykjavík.

Um 200 manns sóttu vorráðstefnu Greiningarstöðvar

Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins sem haldin var 12. og 13. maí síðastliðinn var vel sótt. Ráðstefnan var sú 31. í röðinni og að þessu sinni var umfjöllunarefnið „Litróf fatlana – Sjaldan er ein báran stök“ en Greiningarstöðin fagnar einmitt 30 ára starfsafmæli í ár. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra setti ráðstefnuna.

Ráðstefna og námskeið um fötluð börn og ofbeldi

Barnaverndarstofa heldur ráðstefnu og námskeið dagana 1. og 2. júní 2016 á Grand Hótel Reykjavík sem fjallar um rannsókn og meðferð mála þegar grunur er um að fatlað barn hafi sætt ofbeldi.

Norræn ráðstefna um sjaldgæfa sjúkdóma

Rarelink heldur fjórðu norrænu ráðstefnuna um sjaldgæfa sjúkdóma í Kaupmannahöfn 19.-20. september 2016. Ráðstefnan er ætluð öllum sem áhuga hafa á, vinna við eða tengjast málefninu, svo og hagsmunasamtökum og stjórnendum á sviði velferðarþjónustu á Norðurlöndum.