Ráðgjafar og greiningarstöð er lokuð 29. ágúst og 30. ágúst vegna flutninga

Ráðgjafar- og greiningarstöð er lokuð í dag mánudaginn 29. ágúst og á morgun þriðjudaginn 30. ágúst vegna flutninga stofnunarinnar að Dalshrauni 1 B í Hafnarfirði. Opnað verður fyrir símsvörun að nýju miðvikudaginn 31. ágúst kl. 8:30 - en búast má við skertri starfsemi að öðru leyti út vikuna. Ef erindið er áríðandi má senda tölvupóst á netfangið rgr@rgr.is.

Fræðsludagskrá haustannar RGR liggur fyrir

Fræðsludagskrá haustannar Ráðgjafar- og greiningarstöðvar liggur nú fyrir. Sem fyrr verður boðið upp á fjölbreytt úrval námskeiða sem henta bæði fólki sem starfa með fötluðum börnum og börnum með þroskaraskanir sem og foreldrum og öðrum aðstandendum. Námskeiðið Einhverfurófið - grunnnámskeið, sem er eitt vinsælasta námskeið RGR, verður haldið alls þrisvar sinnum, þar af einu sinni í fjarkennslu.

Ráðgjafar- og greiningarstöð flytur starfsemi sína

Starfsfólk Ráðgjafar- og greiningarstöðvar undirbýr nú flutning stofnunarinnar af miklu kappi en ný heimkynni verða að Dalshrauni 1 í Hafnarfirði. Áætlað er að í ágústmánuði verður tekið á móti börnum, fjölskyldum þeirra og öðrum gestum á Digranesvegi 5 en í september í nýju húsnæði. Nánari dagsetningar og aðrar upplýsingar verða tilkynntar síðar.