Við leitum að sálfræðingi!

Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf sálfræðings á Eldri barna sviði. Á sviðinu er veitt þjónusta við börn á grunn- og framhaldsskólaaldri og fjölskyldur þeirra.

Starfsfólk RGR styður söfnun fyrir fatlað fólk í Úkraínu

Starfsfólk Ráðgjafar- og greiningarstöðvar hefur lagt inn 165.000 krónur á söfnunarreikning Þroskahjálpar fyrir fatlað fólk í Úkraínu en það var starfsmannafélag RGR sem stóð að söfnunni meðal starfsfólksins. Á vef Þroskahjálpar segir að fatlað fólk sé sérstaklega berskjaldað í stríðsátökum og staðan í Úkraínu er grafalvarleg. Fatlað fólk getur illa flúið, orðið sér út um nauðsynjar og er í mikilli hættu á að verða fyrir ofbeldi.

Marglitur mars

Einhverfusamtökin hafa hleypt af stokkunum nýjum listviðburði í tilefni af 2. apríl sem er alþjóðadagur einhverfu. Í ár er ætlunin að beina sjónum að listum og skapandi greinum með því að efna til listsýningar og lifandi dagskrár þar sem fólk á einhverfurófi er í aðalhlutverki. Yfirskrift verkefnisins í ár verður „Marglitur mars“.

Einhverfa - ný þekking og nýir straumar

Á nýafstöðnu Sálfræðiþingi 16. - 18. mars sl. stóðu sálfræðingar, sem m.a. starfa á Ráðgjafar- og greiningarstöð, fyrir málstofu undir yfirskriftinni Einhverfa - ný þekking og nýir straumar. Í málstofunni var meðal annars rætt að hátt hlutfall einhverfra barna greinist ekki fyrr en á grunnskólaaldri jafnvel þó að einkenni séu komin fram snemma. Þessi börn missa af snemmtækri íhlutun sem getur stuðlað að bættum framtíðarhorfum. Greint var frá niðurstöðum rannsóknar sem fór fram í heilsugæslunni, með því markmiði að finna fleiri einhverf börn fyrr en ella og frá þróunarverkefni sem hefur verið innleitt í allar heilsugæslustöðvar á landinu í kjölfarið.

Litríkir sokkar á fótum í dag!

Í dag eru rúm 10 ár síðan Sameinuðu þjóðirnar sendu frá sér yfirlýsingu (66/149) um að 21. mars ár hvert skildi helgaður málefninu, með það fyrir augum að vekja athygli á mannréttindum, fullu frelsi, inngildingu og viðeigandi þjónustu fyrir alla einstaklinga með Downs-heilkenni. Með því að klæðast litríkum sokkum í dag, þá erum við að vekja athygli á, stuðla að mannréttindum og styðja við að virðing sé viðhöfð og jákvætt viðmót sé veitt gagnvart börnum og fullorðnum með heilkennið.

Ráðstefna um tækifæri barna og ungmenna í íþróttastarfi

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið í samvinnu við mennta- og barnamálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið stendur fyrir ráðstefnu á Hótel Hilton 7. apríl kl. 9-15:30 undir yfirskriftinni Farsælt samfélag fyrir alla – tækifæri barna og ungmenna í íþróttastarfi. Á ráðstefnunni verður leitast við að koma auga á þær áskoranir sem við enn stöndum frammi fyrir þegar kemur að jöfnum tækifærum allra barna til íþróttaiðkunar.

Skráning hafin á vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar 12. - 13. maí nk.

Opnað hefur verið fyrir snemmskráningu á Vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar sem haldin verður á Hilton Reykjavík Nordica þann 12. - 13. maí nk. Ráðstefnan byggir á áratugalangri hefð Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins (GRR) og mun standa í einn og hálfan dag en henni lýkur á hádegi föstudaginn 13. maí. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er: Börn með fatlanir - Virkni og velferð.

Laus sæti á grunnnámskeið um einhverfurófið í fjarkennslu 24. mars nk.

Námskeiðið Einhverfurófið – grunnnámskeið verður kennt í fjarfundi þann 24. mars nk. Námskeiðið er eitt hið vinsælasta á vegum Ráðgjafar- og greiningarstöðvar (áður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar) en námskeiðið er ætlað aðstandendum og starfsfólki sem sinna umönnun, þjálfun og kennslu barna með einhverfu, Aspergers heilkenni og aðrar raskanir á einhverfurófi.

PECS framhaldsnámskeið þann 24.mars nk.

PECS framhaldsnámskeið verður haldið í Reykjavík, 24.mars frá klukkan 9:00– 12:30. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa þekkingu á fyrstu þremur stigunum í PECS. Aðaláherslan á þessu námskeiði verður á eftirfarandi þætti í PECS þjálfun: Kynnt verða markmið og aðferðir við innlögn á seinni stigum PECS þ.e. stig 4, 5 og 6.

Námskeið um CAT-kassann

Þann 4. apríl nk. verður haldið fræðslunámskeið um notkun CAT-kassans Kríunesi við Elliðavatn frá kl. 9.00 til 15.30. Kennarar námskeiðsins eru Ásgerður Ólafsdóttir, sérkennari og einhverfuráðgjafi og Sigrún Hjartardóttir, leikskólasérkennari og einhverfuráðgjafi