Greiningar- og ráðgjafarstöð óskar vinum og velunnurum gleðilegra jóla

Starfsfólk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar óskar vinum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum góð samskipti og samvinnu á liðnu ári.

Fyrstu námskeið vorannar komin á dagskrá

Fyrstu námskeið Greiningar- og ráðgjafarstöðvar á vorönn eru komin á dagskrá og sýnileg á vef stöðvarinnar. Þetta eru námskeiðin: Skimun og frumgreining einhverfurófsraskana, með áherslu á notkun CARS-2-ST, Kynheilbrigði: Hagnýtar kennsluaðferðir sem nýtast börnum og unglingum með þroskafrávik, Atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik og Skipulögð kennsla og verða þau öll haldin janúar og febrúar. Fleiri námskeið verða sett inn síðar fyrir vorönn 2020.

Greiningar- og ráðgjafarstöð lokar kl. 14.00

Vegna veðurspár um aftakaveður verður Greiningar- og ráðgjafarstöð lokað kl. 14.00 í dag, þriðjudaginn 10. desember 2019.

Greiningar – og ráðgjafarstöð í samstarf með Karin Dom

Samstarfsverkefni Greiningar- og ráðgjafarstöðvar og Karin Dom í Búlgaríu hefst með formlegum í hætti í janúar 2020. Karin Dom er sjálfseignarstofun í borginni Verna sem þjónar fötluðum börum og aðstandendum þeirra með sérstaka áherslu á menntun án aðgreiningar.

Námskeið um myndrænt boðskiptakerfi

Námskeið um myndrænt boðskiptakerfið verður haldið í janúar 2020 á vegum Sigrúnar Kristjánsdóttur þroskaþjálfa. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa þekkingu á fyrstu þremur stigunum í PECS. Aðaláherslan á þessu námskeiði verður á mikilvæga þætti í PECS þjálfun.