Áherslur í einstaklingsnámskrá

Helstu áherslur í einstaklingsnámskrá nemenda með röskun á einhverfurófi

Félagsfærni / vandi í félagslegum samskiptum 

• nýta viðurkenndar aðferðir til að kenna félagsfærni 
• auka skilning á félagslegum teiknum og tilfinningum 
• kenna viðeigandi félagslega hegðun og frumkvæði 
• kenna félagslegar hefðir, reglur og venjur 
• kenna og útskýra hvernig leysa á vanda í félagslegum samskiptum 


Sjálfstjórn og tilfinningaviðbrögð
• auka vitund um líðan og tilfinningar
• kenna viðeigandi leiðir til að höndla kvíða og erfiðar aðstæður
• aðlaga viðfangsefni og aðstæður til að draga úr streitu.

Boðskipti og málleg færni 
• nýta óhefðbundnar tjáskiptaleiðir eins og við á 
• auka notkun flókinna talaðra/skrifaðra tjáskipta smám saman 
• auka tjáningu og færni til að vera sinn eigin talsmaður (e. self-advocacy) 
• auka skilning á félagslegu „máli“ (óyrtar vísbendingar, raddblær og hljómfall, raddhæð) 
• auka færni í samræðum og hagnýtri notkun máls (hefja, viðhalda og hætta samræðum, bregðast við vísbendingum, myndmál og tákn) 


Skipulagsfærni
• nýta sjónrænar vísbendingar og skriflegar uppskriftir, verklýsingar, minnislista og litakóða • þjálfa sjálfstæð vinnubrögð
• auka færni við að halda utan um efni, áhöld og námsgögn (einnig að leiðrétta sjálfan sig)
• kenna hvenær og hvernig á að biðja um aðstoð
• kenna hagnýta notkun tölvu og tæknibúnaðar, þ.m.t. fingrasetningu á lyklaborð, skjalastjórnun
• kenna notkun stuðningstækja í daglegu lífi til að bæta færni við að skipuleggja athafnir og samskipti

Hegðun og vandi í skynúrvinnslu
• gera ráðstafanir og mæta þörfum vegna hegðunar, líðanar og vanda í skynjun
• auka sveigjanleika og færni til að takast á við umbreytingar

 

 

Hér má sjá lista yfir helstu áherslur í einstaklingsnámskrá sem varða félagsfærni og aðlögun.

Ráðgjafar- og greiningarstöð 
Counselling and Diagnostic Centre
Dalshraun 1b, 2. hæð | 220 Hafnarfjörður
Sími/Tel.: 510 8400 | Kennitala: 570380-0449


Afgreiðsla og skiptiborð er opið frá kl. 8.30 - 12.00 og 12.30 - 15.00 mánudaga til fimmtudaga
og föstudaga fra 8.30 – 13.00.
Reception is open Mon. to Thurs. from 8.30 - 15.00 (closed 12.00 - 12.30) and Fri. from 8.30 - 13.00.

 

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur

Fáðu rafræn fréttabréf send á netfangið þitt

Svæði