Íþrótta- og ævintýrabúðir í fyrsta sinn fyrir fötluð börn

Íþrótta- og ævintýrabúðir Íþróttasambands fatlaðra verða nú haldnar í fyrsta sinn í tilefni af 40 ára afmæli sambandsins. Búðirnar verða fyrir börn fædd á árunum 2005-2009 með áherslu á margskonar íþróttagreinar s.s. sund, frjálsar og boltagreinar.

ÍF hefur lagt mikla áherslu á að allir geti stundað íþróttir sér til heilsueflingar og til að rjúfa félagslega einangrun. Íþrótta- og ævintýrabúðirnar verða haldnar að Laugarvatni dagana 11.-14. júní næstkomandi og þurfa umsóknir að hafa borist í síðasta lagi föstudaginn 31. maí.

Hér má fá nánari upplýsingar um búðirnar og nálgast skráningarsíðu.