Námskeið á haustönn - CARS-2-ST

Vorum að opna fyrir skráningu á námskeiðinu Skimun og frumgreining einhverfurófsraskana með áherslu á notkun CARS-2-ST.

Námskeiðið er ætlað þeim sem sinna frumgreiningu á börnum með þroska- og hegðunarfrávik. Kynnt verða matstæki sem ætluð eru til að skoða einkenni einhverfu með sérstakri áherslu á Childhood Autism Rating Scale, Second Edition - SF (CARS-2-ST). Markmiðið er að þátttakendur geti metið hvaða matstæki er viðeigandi að nota hverju sinni, dýpki þekkingu sína og færni við notkun matstækja sem ætluð eru til að skoða einkenni á einhverfurófi og geti notað slík matstæki og túlkað niðurstöður við frumgreiningu á einhverfu.

Skráning og nánari upplýsingar hér.