Mikill áhugi á vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar

Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar var haldin 9. og 10. maí sl. undir yfirskriftinni Framtíðin er núna! Snemmtæk íhlutun barna með þroskafrávik. Tæplega 400 manns voru skráðir til leiks og því fullt út úr dyrum og mikill áhugi á erindum fyrirlesara sem komu úr hópi fagfólks og foreldra en einnig úr stjórnsýslunni.

Við á Greiningar- og ráðgjafarstöð þökkum öllum þátttakendum, fyrirlesurum og öðrum þeim sem lögðu hönd á plóginn kærlega fyrir þeirra framlag. Fyrirlestrar voru teknir upp og verða þeir færðir inn á vefsíðu stöðvarinnar síðar. Sjáumst hress á næstu vorráðstefnu en hún verður haldin dagana 7. og 8. maí 2020.