Alþjóðlegur dagur Downs heilkennis

Mánudagurinn 21. mars er alþjóðlegur dagur Downs heilkennis en þetta er í ellefta sinn sem slíkur dagur er haldinn. Fólk er hvatt til þess að vekja athygli á málefninu með því að láta raddir fólks með Downs heilkenni heyrast og fræða almenning um stöðu þess í samfélaginu.

Styrkir til 12 gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustu

Fyrir skömmu veitti Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sex milljónir króna samtals í styrki til 12 gæðaverkefna á sviði heilbrigðisþjónustu. Styrkir voru annars vegar veittir til verkefna sem miða að nýbreytni í verklagi innan heilsugæslunnar og hins vegar verkefna sem ætlað er að efla þverfaglegt samstarf. Sigríður Lóa Jónsdóttir sálfræðingur á Greiningarstöð hlaut styrk til verkefnisins „Að bera kennsl á einhverfu í ung- og smábarnavernd“

Allt er fertugum fært!

Landssamtökin Þroskahjálp halda opinn stefnumótunarfund að Háaleitisbraut 13, 4. hæð, laugardaginn 12. mars kl. 13:00 - 16:00. Tilefnið er að á þessu ári eru liðin fjörutíu frá stofnun Landssamtakanna Þroskahjálpar.

Mataræði barna með ADHD eða einhverfu

Nýlega birtist grein á vefsíðu Embættis landlæknis um stöðu þekkingar varðandi mataræði barna með ADHD eða einhverfu - staða þekkingar 2016. Höfundar efnis um AHDH og mataræði er dr. Bryndís Eva Birgisdóttir, dósent við Háskóla Íslands, og höfundur efnis um einhverfu og mataræði og um matvendni barna er dr. Anna Sigríður Ólafsdóttir, dósent við Háskóla Íslands.

Alþjóðleg ráðstefna í Stokkhólmi um CP og aðrar fatlanir

Dagana 1. - 4. júní verður haldin alþjóðleg ráðstefna í Stokkhólmi um CP-hreyfihömlun og aðrar fatlanir hjá börnum. Ráðstefnan er ætluð fagfólki sem starfar með fötluðum börnum og ungmennum á sviði læknisfræði, félagsvísinda og menntamála. Á dagskránni verður einnig efni sem höfðar til foreldra og fjölskyldna fatlaðra barna.

Autism Europe í Edinborg - evrópuráðstefna um einhverfu

Dagana 16. - 18. september verður alþjóðleg ráðstefna um einhverfu haldin í Edinborg. Þetta er ellefta ráðstefnan sem samtökin Autism-Europe standa fyrir. Markmiðið með starfi samtakanna er að stuðla að bættum réttindum og lífsgæðum einhverfra og fjölskyldna þeirra.

Málþing um sjaldgæfa sjúkdóma vel sótt

Alþjóðlegur dagur sjaldgæfra sjúkdóma var í gær þann 29. febrúar. Í tilefni hans stóðu Greiningarstöð og Einstök börn fyrir málþingi á Hilton Nordica. Málþingið var vel sótt og tóku um 90 manns þátt en áhersla var á þjónustu við börn og unglinga í þessum hópi.

Soffía Lárusdóttir nýr forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið að skipa Soffíu Lárusdóttur í embætti forstöðumanns Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Þriggja manna hæfnisnefnd mat Soffíu hæfasta úr hópi umsækjenda. Skipað er í embættið til fimm ára

Auglýst eftir kynningum á vorráðstefnu Greiningarstöðvar

Árleg vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins verður haldin 12. og 13. maí 2016.

Ráðstefna um ákominn heilaskaða þann 18. mars 2016

Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða, aðstandenda og áhugafólks um málefnið, stendur fyrir ráðstefnu um ákominn heilaskaða þann 18. mars næstkomandi á Grand Hótel frá kl. 9.00-11.45. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er Kevin Pearce, fyrrum atvinnumaður á snjóbrettum og rekur í dag góðgerðasamtökin Love Your Brain, sem hann stofnaði eftir að hann sjálfur lenti í slysi við æfingar árið 2009 og hlaut ákominn heilaskaða.