Ráðstefna um ákominn heilaskaða þann 18. mars 2016

Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða, aðstandenda og áhugafólks um málefnið, stendur fyrir ráðstefnu um ákominn heilaskaða þann 18. mars næstkomandi á Grand Hótel frá kl. 9.00-11.45. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er Kevin Pearce, fyrrum atvinnumaður á snjóbrettum og rekur í dag góðgerðasamtökin Love Your Brain, sem hann stofnaði eftir að hann sjálfur lenti í slysi við æfingar árið 2009 og hlaut ákominn heilaskaða.

Heilaskaði hefur stundum verið nefndur „hinn þögli faraldur" þar sem afleiðingar hans sjást iðulega ekki utan á fólki og það er mikil þörf á aukinni fræðslu, bæði hjá fagfólki, íþróttahreyfingum, menntakerfinu, stjórnmálafólki og almenningi. Með ráðstefnunni viljum við skapa umræðu um mikilvægi þess að bjóða upp á úrræði hér á landi sem sannarlega hjálpa fólki að fóta sig í lífinu á ný. Helstu orsakavaldar ákomins heilaskaða eru umferðaslys, líkamsárásir, vinnuslys og höfuðhögg í íþróttum.

Hér er um að ræða frábært tækifæri til að fræðast um stöðu fólks með ákominn heilaskaða, hvaða afleiðingar heilaáverkar geta haft í för með sér og hvað við getum gert betur hér á landi í endurhæfingu og fræðslu. 

Ef þú sérð þér tæki færi til að deila þessum á facebook síðu ykkar,  senda á félagsmenn, fagaðila sem og aðra værum við afar þakklát.

Linkurinn á facebook viðburð https://www.facebook.com/events/189095748123923/