Alþjóðleg ráðstefna í Stokkhólmi um CP og aðrar fatlanir

Dagana 1. - 4. júní verður haldin alþjóðleg ráðstefna í Stokkhólmi um CP-hreyfihömlun og aðrar fatlanir hjá börnum. Ráðstefnan er ætluð fagfólki sem starfar með þessum hópi barna á sviði læknisfræði, félagsvísinda og menntamála. Á dagskránni verður einnig efni sem höfðar til foreldra og fjölskyldna fatlaðra barna. Þær Marrit Meintema sjúkraþjálfari og Solveig Sigurðardóttir barnalæknir, báðar starfandi á Greiningarstöð verða með erindi á ráðstefnunni þar sem þær greina frá íslenskum rannsóknum á þessu sviði.

Hér má finna nánari upplýsingar um ráðstefnuna, skráningu og dagskrá.