Alþjóðlegur dagur Downs heilkennis

Alþjóðlegur dagur um Downs heilkenni
Alþjóðlegur dagur um Downs heilkenni

Mánudagurinn 21. mars er alþjóðlegur dagur Downs heilkennis en þetta er í ellefta sinn sem slíkur dagur er haldinn. Fólk er hvatt til þess að vekja athygli á málefninu með því að láta raddir fólks með Downs heilkenni heyrast og fræða almenning um stöðu þess í samfélaginu í þeim tilgangi að vinna gegn fordómum. Dagsetningin er táknræn að því leyti að hún vísar til þess að Downs heilkenni er orsakað af auka litning í litningi 21, til staðar eru þrír litningar í stað tveggja.

Alþjóðasamtök um Downs heilkenni hvetja til þess fólk um allan heim standi að viðburðum og fræðslu til að vekja athygli á hversu mikilvæg þátttaka barna og fullorðinna með Downs er í leik og starfi á öllum sviðum þjóðfélagsins.

Félag áhugafólks um Downs heilkenni á Íslandi heldur daginn hátíðlegan og nánari upplýsingar má finna hér

Á vefsíðu Alþjóðasamtakanna um Downs heilkenni (Down Syndrome International; DSI) má finna ýmsar upplýsingar og fræðsluefni, sjá hér. Sérstök vefsíða er einnig um alþjóðadaginn, sjá hér

Hægt er að miðla efni og sýna stuðning á samfélagsmiðlum með því að nota myllumerkið #MyFriendsMyCommunity eða #WDSD16 og deila pistlum, myndum og gullkornum um Downs heilkenni.