Soffía Lárusdóttir nýr forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur ákveðið að skipa Soffíu Lárusdóttur í embætti forstöðumanns Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Þriggja manna hæfnisnefnd mat Soffíu hæfasta úr hópi umsækjenda. Skipað er í embættið til fimm ára. Soffía er þroskaþjálfi að mennt en hefur einnig stundað viðbótarnám í þroskaþjálfafræðum, opinberri stjórnsýslu og stjórnun og lokið diplómanámi í menntunarfræðum.

Við á Greiningarstöð bjóðum Soffíu hjartanlega velkomna til starfa. Hér má sjá fréttina í heild sinni.