Styrkir til 12 gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustu

Fyrir skömmu veitti Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sex milljónir króna samtals í styrki til 12 gæðaverkefna á sviði heilbrigðisþjónustu. Styrkir voru annars vegar veittir til verkefna sem miða að nýbreytni í verklagi innan heilsugæslunnar og hins vegar verkefna sem ætlað er að efla þverfaglegt samstarf. Sigríður Lóa Jónsdóttir sálfræðingur á Greiningarstöð hlaut styrk til verkefnisins „Að bera kennsl á einhverfu í ung- og smábarnavernd“

Önnur dæmi um verkefni sem hlutu styrk má nefna uppbyggingu þverfaglegrar þjónustu við fólk með sykursýki og fótamein, verkefni um rafræna lyfjaumsýslu á öldrunarheimilum, verkefni um snemmtæka íhlutun - upplýsingaveitu og stuðning þjónustustofnana fyrir foreldra barna með heyrnarskerðingu og verkefni til þjálfunar leiðbeinenda í hermikennslu á Landspítala, svo eitthvað sé nefnt.

Gæðastyrkir hafa verið veittir árlega frá árinu 2001 en þeir eru fyrst og fremst hugsaðar til að stuðla að umbótastarfi, nýbreytni og auknum gæðum heilbrigðisþjónustunnar. Þá eru þeir ætlaðir sem hvatning og viðurkenning fyrir störf á þessu sviði.

Hér má lesa fréttina á vef velferðarráðuneytisins